Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 1

Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 1
Sjálfstæði. Eftir GUÐMUND FRIÐJÓNSSON. Ég hefi ekki neytt fullkominnar svefnværðar s. 1. sumar fyrir einu einasta orði. Éað er orðið sjálfstæði. Petta er ef til vill ekkert undrunarefni, þótt ég hafi vaknað fyrri á morgnana og sofnað síðar á kvöldin, heldur en ég hefi átt vanda til. I’jóðin ölþ eða mestur hluti hennar, hefir nú í fyrsta sinn tekið 100 ára brýningum og hrist af sér svefnmókið, sem hún hefir morrað í og þornað síðan um 1260. Með þessu er það ekki sagt, að þjóðin hafi vitkast mikið, þroskast eða mannast. Um það efni verða auðvitað ákaflega skift- ar skoðanir; því sínum augum lítur hver á silfrið. En um það geta naumast orðið skiftar skoðanir, að orðið sjálfstæði hefir afarmikil áhrif á þjóðina, að minsta kosti ef því er slöngvað inn í völundarhús tilfinninganna með þeim formála, að >innlimun« sé á ferðum. Ég hefi nú þá kynlegu sögu að segja af sjálfum mér, að þetta orð hefir ekki gert neitt brimrót í huga mínum s. 1. sum- ar. Éað hefir orðið mér hugstætt, rólegt en afarerfitt íhugunarefni, en ekki stormhvast tilfinningamál. Á þann hátt hefir það haldið fyrir mér vöku, að ég hefi skoð- að það í huga mínum í sambandi við hag þjóðarinnar, heima fyrir hjá einstaklingunum, og á orustuvelli þjóðmálamanna. Sjálf- stæðismál þingflokkanna, eða valdaflokkanna, hefir runnið í huga mínum saman við sjálfstæði einstaklingsins í heimahögunum, og þessvegna hefir hugsanabyrðin mín orðið mér svo afarþung. 0

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.