Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 2

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 2
82 Hún hefir lagst á mig á kvöldin, þegar ég þurfti að sofna og hvílast. Og hún hefir tekið mig fastan á morgnana, þegar ég vaknaði. Eg hélt að ég gæti losnað við hana kringum io. sept- ember, þegar kosningarnar væru afstaðnar. En því fór íjarri. Hún er enn þá hin sama. Eg get ekki létt henni af mér nema með einu móti — að snara hugsuninni á pappírinn. Kosningarnar á hausti síðast liðnu komu á óvart báðum flokk- um. Eg á við úrslitin. Pað hafa þeir játað afdráttarlaust, sinu í hvoru lagi, feir virðast vera í vafa um .orsökina. En hún er alveg augljós. Hún var sú, að minnihlutinn hafði að herópi orðið sjálfstæði. Minnihlutinn gamli fylkti sér undir þessu merki og taldi þjóðinni trú um, að meiri hlutinn, sem þá var, vildi drepa sjálfstæði þjóðarinnar með innlimun hennar í annað ríki. Petta hreif. Parna var snöggi bletturinn á landanum, sem hvert einasta vopn beit á, sem eitthvert eyfi hafði af egg eða oddi. Kosningarnar seinustu eru stórmerkilegar að því leyti, að þær sýna töfrakyngi og áhrifavald þessa orðs á tilfinn- ingar almennings. Álíka viðbrigði komu í ljós á dögum heima- stjórnarinnar, sém kölluð var hin gæsalappaða. Pá var þjóðlega þjóðernið haft að herópi og reyndist það afarmáttugt. En nú varð þó uppskeran meiri, enda voru nú leiknari menn og fimari, til að stappa »sjálfstæöis«-stálinu í lýðinn, heldur en þá voru, til aö blása að »þjóðernis»-kolunum. Kosningarnar í haust sýna sjálfstæðishug þjóðarinnar — drauma hennar og löngun í þá átt. En þær sýna annað jafnframt: það, að þjóðinni er ekki ljóst, þ. e. almenningi, hvað til þess þarf, að hún geti orðið sjálfstæð á stjórnmálavísu, í raun og veru. Pjóð- arsjálfstæði þarf sem sé að grundvallast á sjálfstæði einstakling- anna. Sjálfstæðir einstaklingar eru grunnsteinar sjálfstæðishallar þjóðarinnar. Ég á bæði við hugsunarsjálfstæði og efnahagssjálf- stæði almennings. Eetta er sannleikur. En svo virðist, sem hann sé dulinn þorra manna, leiðtogum jafnt sem liðsmönnum. Baráttan hefir verið háð þannig í landinu, sem sjálfstæðin væri auðfengin með einfaldri og illvígri atkvæðagreiðslu.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.