Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 3

Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 3
83 En því er nú ver og miður, að þessi hnoss, sjálfstæðin, kem- ur ekki eins og af sjálfu sér. Hún kemur ekki þvílíkt sem regn- skúr úr loftinu, sem breiðir sig og drýpur yfir án allra verðleika þeirra, sem fyrir verða. Sjálfstæðin er sem sé árangur sáningar, en ekki sán- ingin sjálf. Hún er afleiðing af góðri orsök, en ekki orsök- in sjálf. Mér koma kosningarnar í haust þannig fyrir sjónir, sem al- menningur hafi haldið, að þá kæmi þjóðarsjálfstæðin af sjálfu sér á seinni skipunum — eins og vara á vorskipi, ef hann hlypi frá elju sinni inn í kjörherbergi og krossaði þar við nafn »sjálfstæðis- manns«, enda þótt sá maður, sem krossinn hlaut, hefði aldrei komist í þá sjálfsfórnar þraut á æfi sinni að sækja í vatnsfötur fyrir móður sína, og því síður aðra meiri. Eg er ekki með þessum orðum að gera gabb að sjálfstæðis- hug þjóðarinnar — þeim sjálfstæðishug, sem er svo samgróinn góðum dreng, sem hjartað er brjóstinu, eða augað höfðinu. Sú sjálfstæðisþrá er mér hjartkær eins og barnið mitt í vöggunni. En ég vil gera greinarmun á þeirri sjálfstæðisþrá, sem sprett- ur upp í brjóstinu eins og lind, tárhrein, svo að heiðríkur himin- inn sést í henni: þeirri sjálfstæðisþrá, sem mennirnir lifa fyrir og fórna kröftum sínum fyrir, og þeim sjáifstæðis-stormhug, sem mennirnir kasta á milli sín til meiðsla og mannskemda, eins og knettinum í höll Goðmundar á Glæsisvöllum. Pau urðu leiks- lokin þar, að eldur brennandi hljóp upp undan knettinum, þegar hann var orðinn þeim öllum ofurefli, sem að honum léku, og sumum að örkumlum. Pað sem hefir orðið mér mest umhugsunarefni í haust, er þetta: að þjóðin hefir ekki skilið það, eða þá ekki gætt þess, hver er aðalgrundvöllur sjálfstæðinnar. Ef þessa er ekki gætt, ef enginn gaumur eða þá lítill er gefinn þessum grundvelli, þá er alt þetta veglega hús þjóðarsjálfstæðinnar hégómlegt hrófatildur, bygt á foksandi. Og vér vitum hvaða forlög bíða þeirra bygginga, sem þar eru reist. Eær hrynja, þegar á þær reynir. En hvaða bakhjall þarf þá þjóðarsjálfstæðin að eiga, til þess að hún verði þjóðinni að gagni og sæmd ? Til þess þurfa einstaklingarnir að vera sjálfstæðir heima fyrir á þann hátt, að þeir eigi efnahagsbolmagn til þess að standa föstum fótum á eigin merg, og hugsunarfestu og dómgreind, til 6*

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.