Eimreiðin - 01.05.1909, Page 5
85
gjaldabyrðar til almenningsþarfa og þjóðfélags heldur en vér
gerum. En þeim skjátlast í því efni. Almúgi manna í landinu
er svo hlaðinn útgjaldabyrðum nú orðið, að varla sér eyrun upp
úr öllu því trússi. far er baggi ofan á bagga og skjóða við
skjóðu, en dræsa aftur úr hverjum manni (ómegðin).
Nálega hver maður í landinu er vafinn í skuldaböndum,
banka og kaupmanna. Kaupmennirnir og bankarnir eru stór-
skuldugir útlendum bönkum og kaupmönnum,1) og er alt þjóðfé-
lagið og þjóðlífið að þessu leyti eitt dýjandi hviksyndi.
Og á þessum grunni ætti að verða auðveldur leikur að byggja
sjálfstæðishöll þá, sem bæri fullveldis-ljóma nútíðar ríkis? ? ?
On nú skyldi hafísinn koma um nýjár og loka öllum leiðum
að hálfu landinu, — matarlausu og örbjarga. Pví að nú eru flest-
allir kaupmenn matvörulausir á veturnóttum, eftir sönnum sögn-
um, spánnýjum, af hálfu landinu, eða þó víðar. Verzlunum fjölg-
ar ár frá ári. Nú eru kaupmenn út og inn með hverjum firði
með verzlanir sínar. En þó eru ástæðurnar svona geigvæn-
legar.
í*á brestur sjálfstæði, til þess að vera þjóðinni að verulegu
gagni.
Vegna hvers ?
Vegna þess að landslýðinn, sem við þá skiftir, brestur efna-
hags-sjálfstæði heima fyrir, til að standa þeim í skilum.
Og þessi þjóð, sem er svona framarlega á Heljarnöfinni á
haustnóttum, og á vori hverju vegna heyleysis, með hafísinn fram
undan sér og útundan eins og eyðimörk, sem nær allar götur út
í eilífðina — hún stendur nú á öndinni yfir þeirri þjóðarhættu, að
Danir hafa í höndum sínum utanríkismál vor og hermálin, sem
reyndar eru engin til!
»íslands ógæfu verður alt að vopni.«
Geta sannverulegir, sjónhvassir og skilningsglöggir ættjarðar-
vinir tára bundist yfir þjóðarörbirgðinni annars vegar og þjóðar-
hrokanum hins vegar, sem blasir við í þessum tveim myndum.?
Geta þeir það?
Pjóöin hagar sér alveg eins og barn, sem á pappírsskip, fleytir
J) Svo segja fróðir menn, að skuldir vorar við útlönd (aðallega Danmörku)
muni vera um 16—20 miljónir, */3—x/4 af allri þjóðeign vorri.