Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 13

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 13
93 um greinum. En ég hefi lítið minst á máttleysi hennar út á við, Ear er hún þannig stödd, að svo má að orði kveða, að hún sé á fátækrahrepp náttúrunnar og veraldarinnar. Pjóðin er á þann hátt niðursett á hnettinum, að hér er ekki lífvænlegt, nema þegar vel viðrar og árar. Pegar sunnanáttin snýr bakinu við landi og lýð, kemur norðanáttin í alveldi sínu og al- gleymingi og tekur þjóðina svo hörðum tökum, að alt okkar ráð verður í Heljargreipum. Peim búsifjum er meistaralega lýst í einni fornsögunni með þessum orðum: »Pá gnúðu á hinir hörðustu stormar, en hjarni og harðasta klaka var steypt yfir alla jörð.« Pá ríður okkur meira á því, að eiga einhverja örugga varasjóði, heldur en algert fullveldi. Og vér erum nærri því á Norðurálfuhreppnum að því leyti, að vér sækjum til ýmissa landa í álfunni klæðagerð og matreiðslu og flutning allan á vörum hingað til lands og héðan frá landi, og ótal margt fleira »sækjum vér til annarra« — af því að vér erum ósjálfbjarga veslingar. Vér erum svona ósjálfstæðir í þeim efnum, sem miklu varðar. — Norðmenu áttu einhvern stærsta skipastól, sem nokkur þjóð á, þegar þeir kröfðust fullveldisréttar af Svíum, og tóku hann. Og þeir áttu 50 miljónir kr. í sjóði, eða handbærar, ef til ófriðar hefði dregið. Vér eigum engan skipastól og ekkert þessháttar fé, eng- an skjöld og ekkert vopn til að berja með á skjöldinn. Eetta: að geta ekki verið, eða vera alls ekki menn með mönnum, vegna fámennis, féleysis og máttleysis — það er svo sárt, að okkur mætti renna til rifja. Engin þjóð í víðri veröld getur fengið manndóm sinn annarstaðar frá, en frá sjálfri sér. Mér mundi nú verða svarað því, að vér afsölum okkur rétti með »Uppkastinu.« Og að það eigi að varast eins og eldinn og óvininn sjálfan. En þetta svokallaða réttinda afsal er ekkert ann- að en kosningareykur? Pví að: okkur liggur opinn vegur til nýrra samninga við Dani að 25—30 árum liðnum, jafn opinn, sem okkur lá fyrir ári síðan samkvæmt skýlausum fyrirmælum Uppkastsins. Öll þau þjóðréttindi, sem vér höfum heimt af Dönum og klip- ið út úr þeim smátt og smátt, þau höfum við fengið á samninga- vísu. Sama leiðin verður farin hér á eftir. Svigrúm samninganna þjóða á milli þrengist varla né torveld-

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.