Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 18

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 18
98 ur en að játa á sig svo mörg hryggbrot? Og jafntrúlegt er og hitt, að sumar piparmeyjarnar muni hika sér við að sækja um styrk úr piparskattsjóðnum, af því enginn hafi viljað þær. Meykerlingum er gjarnara að gefa í skyn, að nóg hafi þær nú haft af biðlunum, en að þær hafi engan viljað; hitt er víst einsdæmi, að þær játi, að enginn hafi viljað við þeim líta. V. G. Élja-Grímur. Veðrið engist með andköfum eins og í krampaflogum, — stynur með sárum sogum, ískrar og gnauðar í gættunum, grátt eins og brim á vogum. Konan er inni með ungan svein, í ákefð vindur hún garnið. Haglið dynur um hjarnið. Elja-Grímur vill gera’ af sér mein og grettir sig framan í barnið. I ljósaskiftunum leitar hann á og læsir klónum í gluggann; — augun skima’ inn í skuggann. Drengurinn ærist af ótta þá, illa tekst mömmu' að hugga’ hann. Vertu ekki hræddur við hann Grím! Veiztu’ ekki’ að hann er góður? — og auminginn á ekki móður. Vanur er hann við vatn og hrím og Vindinn á hann að bróður. Faðir hans þykir kuldakarl kallaður er hann Vetur, — órór við innisetur. Hann kemst í spretti’ upp á Fremrafjall; fáir gera það betur.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.