Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 19
99
Grími lofar hann líka oft
að leika sér út um völlinn
og eiga fangbrögð við fjöllin.
Grímur hendist um lög og loft
— ljótt er að heyra sköllin.
Nú býður hann þér í blindingsleik
um bala og hraun og klungur.
— En til þess ert þú of-ungur.
Við skulum ekki vera smeyk,
þótt veðragnýrinn sé þungur.
Eví bráðum verðurðu sterkur og stór,
þá stendurðu í honum Grími,
þó hann sé hvítur af hrími.
Enn ertu bæði bleikur og mjór,
— en bráðum kemur sá tími.
* *
*
Grímur æpir á glugganum,
glirnur í myrkrið blína.
— Drengurinn hættir að hrína.
Hann hleypur til Gríms í huganum,
en heldur í mömmu sína.
JÓN SIGURÐSSON.
Þorgils gjallandi.
Eftir GUÐMUND FRIÐJÓNSSON.
Ég gat þess um Eorgils gjallanda, þegar ég ritaði um alþýðu-
skáld Pingeyinga í Eimreiðinni, að fyrir honum yrði ekki grein gerð
í stuttu máli. Mér datt þá í hug að minnast á hann í sérstöku
máli. Nú vildi ég freista þess lítilsháttar.
Fyrst er að geta um manninn heima fyrir. Eað kann að
þykja nærgöngult. En um það hirði ég ekki. Útlendir ritgerða-
smiðir feila sér ekki við, að segja frá heimilisháttum skálda og
rithöfunda, sem þeir heimsækja og lýsa; það verpur ljósi yfir
höfundinn, ef rétt er frá honum sagt, og veitir hjálp til að
skilja það, sem hann færir í letur af hugsunum sínum. Ekki
gengur samt of vel að gera sér rétta grein fyrir ritum skáldanna.
Ég sá Porgils gjallanda fyrsta sinn í skrifstofu Péturs á Gaut-
7*