Eimreiðin - 01.05.1909, Page 26
io 6
vinsæll af því, að hann gat aldrei »á sér kjafti þagað«. p. e. a. s.
hann hlaut að smíða úr efninu, sem lífið lagði upp í hendur hans.
Mundi Porgils gjallandi hafa aðra sögu að segja? Úr hverju
efni ætti hann að smíða öðru en því, sem liggur fyrir fótum hans?
Þá er blærinn á sögunni. Hann er reyndar ekki viðfeldinn
að því leyti, að lesandinn leggur hana frá sér að lokum með sár-
um sviða og hugraun. En það ættum vér að þola, og eru til
ótal ástæður. Fyrst og fremst er þess að geta, að »sá er löng-
um endir á Islendinga sögum«. Og í öðru lagi er lífið alt »si
sona«. Vér verðum að sjá á bak öllum vinum vorum með sár-
um trega, fyr eða seinna. Jafnvel sláturtíðin hvert einasta haust
er logandi sársauki okkur sauðkindafóstrunum.
Pað væri þó vesalmannlegt, ef íslendingurinn þyldi ekki að
sjá tárvott auga og rauða kinn, í skáldsögufjarsýn.
Nú kynni einhver að segja sem svo: Skáldunum ætti þó að
vera það meinfangalaust að semja hugljúfar skáldsögur. Pá yrðu
þau vinsæl og vektu hugljúfar tilfinningar lesendunum.
fessu er fljótsvarað, að því er kemur til íslenditigsins:
Lífskjörin móta hugsanirnar.
Hvert einasta skáld sannar þetta.
Tökum t. d. Bólu-Hjálmar, þetta tröllaukna alþýðuskáld.
Kvæðin hans bera ramman keim af kringumstæðum þessa fátæka,
en þó ríka, fjötraða, en þó fleyga alþýðu-Braga. Porgils gjallandi
liefir reyndar ekki komist í svo krappati stað, sem Bólu-Hjálmar,
enda er hann ólíkt minna andrammur í skáldsögum sínum, en
Hjálmar var í kvæðum sínum. En þó má svo að orði kveða,
að skáldandi beggja þeirra hafi lifað á einum og sama útigangi,
þó að landkostirnir hafi verið nokkuð mismunandi.
Hjálmar segir um sjálfan sig, að hann sé húðarjálkur. Eað var
orð og að sönnu. Gjallandi kvartar ekki um lúann í sögum sín-
um. En einu sinni gat hann þess í orðaskiftum við embættis-
mann, að þeir »stæðu ójafnt að vígi;« hann væri »einyrki á
sextugsaldri, inn við öræfin.«
Einyrki sér aldrei út yfir annríkið.
Og svo ætlast þjóðin til þess, að þessir menn sæki eldinn
handa henni af himni og sólskinið útyfir sjóndeildarhringinn! Nei,
það getur ekki orðið. Lífsönnin sér um þann ógerning. Hún
kann að klippa vængina skáldsins. Stephán G. lýsir þessu vel í
erindi einu: