Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 28

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 28
io8 binda eina sígræna lyngþúfu »inn við öræfin«. En þó eru þeir fáir, sem þetta gera, en því síður betur. Sá maður, sem þetta gerir, vinnur til þess, að um hann sé kveðið og sungin yfir honum þessi vísuorð skáldsins : Pví skal þér æ um aldur ilmur úr grasi. Öndvegisþjóðir heimsins. Um langan aldur hefur England skipað öndvegissess heimsins í öllum fimm heimsálfunum. Bretaveldi er nú nál. 13 miljónir ferhyrningsmílna á stærð, þ. e. meir en fimtungur alls lands á hnettinum. Stærð ríkjanna (Balfour og Asquith kalla þau nú »states« eða ssister states«) í Bretaveldi er mismunandi, sem nú skal greina. Kanada Us> cn 8 0 ferh. mílur 6,500,000 íbúa Ástralía 2,974,000 — — 4,400,000 — Indland 1,766,000 — — 300,000,000 — Bandaríki Suður-Afríku . . . 1,238,000 — — 6,400,000 — Nýlendur í Vestur-Afríku . 486,000 — — 16,500,000 — Austur-Afríka og Uganda . 398,000 — ■ — 7,500,000 — Newfoundland og Labrador 162,000 — — 200,000 — Bretland og írland 121,000 — — 45,000,000 — New Zealand 104,000 — — 900,000 — Egiptaland, Súdan, Ceylon, Vestindisku eyjarnar 0. fl. 1,500,000 — — 27,000,000 — alls. . 12,494,000 ferh. mílur 414,400,000 íbúa Pannig býr fjórðungur alls mannkynsins í Bretaveldi. Hefur aldrei nokkurt ríki verið jafnvíðlent og jafnmannmargt fyr né síðar. Nú er að því að gæta samt, að af þessum aragrúa er aðeins hver sjöundi maður hvítur maður, sem nú skal greina.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.