Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 31

Eimreiðin - 01.05.1909, Blaðsíða 31
111 og efnafræðislegum iðnaði. Þegar Englendingar tefla um verzlun sína og um veldi sitt yfir hafinu, þá tefla þeir um líf sitt. Asquith1) forsætisráðgjafi, sagði á þingi 12. nóv. 1908, að floti Englands yrði að vera io°/o sterkari en flotar hinna tveggja næstöflugustu ríkja samanlagðir. Árið áður, 16. des. 1907, sagði Haldane, hermálaráðgjafi Asquiths, að England mundi varla geta risið undir því að bjóða byrginn Pýzkalandi, með rúmum 60 milj- ónum manns og Bandaríkjunum með alt að 100 miljónum, því 44 miljónir ættu ekki hægt með til lengdar að vera 160 miljónum manns ofurefli á sjó, ef til streitu væri haldið. Hinn 16. marz 1909 sagði Balfour, foringi stjórnarandstæðinga á þingi: sVér get- um ekki lengur drambað af, að vér ætlum okkur að vera jafn- sterkir tveim næstvoldugustu ríkjunum á sjó, þvi efi leikur á, hvort vér getum haldið áfram að vera jafnsterkir og eitt ríki«. Svo er mál með vexti, að England er farið að byggja nýja bryndreka, sem kallast Dreadnought, (sá sem ekkert hræðist), eftir fyrsta bryndrekanum. Pau eru langtum stærri en önnur herskip (nær 20,000 tons), bygð úr miklu þykkra stáli, og hafa stærri og öflugri fallbyssur. Balfour sagði, að Pýzkaland væri í gríð og ergju að smíða þessa heljardreka og mundi í desember 1910 eiga 13 Dreadnoughts á sjó, en England að eins 10, og í júlí 1911 líklega 17 heljardreka móti 14 enskum, og í apríl 1912 gæti Pýzkaland átt 21, eða 25, heljardreka. Asquith og sjómálaráðgjafinn neituðu þessu. England væri lika mikill ofjarl í minni bryndrekum. Beir játuðu þó, að Býzka- land gæti átt 11 Dreadnoughts í maí 1911 gegn 12 enskum. Og Asquith lét á sér skilja, að Pýzkalandsstjórn hefði leynilega flýtt fyrir herskipasmíðum sínum og væri enska stjórnin hissa á því. Sir Edward Grey, utanríkisráðgjafi Englands, sagði á þingi 30. marz 1909, að Éngland yrði að smíða sér spánnýan flota, til þess að geta haldið áfram að drotna á hafinu. Vér neyðumst til þess, til að bjarga lífinu, því samkvæmt flotalögunum eignast Býzkaland nú 38 Dreadnoughts, hinn voidugasta flota sem nokkru sinni hefir á sjó komið. Pýzkaland er nú farið að geta smíðað bryndreka á jafnstuttum tíma og England. Nýlendur Pýzkalands gefa svo sem ekkert af sér í saman- burði við hin auðugu lönd Breta um allan heiminn, og England J) Ask-viðr, norrænt nafn úr norrænum hluta Englands, Yorkshire.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.