Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 34

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 34
segir: »Við, sem höfum séð stríð, við þekkjum það. Ungir menn leggja út í það og hníga klofnir og sundurslitnir niður úti á víða- vangi, ungir vinnandi menn, sem voru heiminum til gagns og gleði. Feður þeirra eru fátækir og gamlir. Mæður þeirra, sem hafa elskað þá og tilbeðið með ást móður, fá löngu seinna að vita, að eftirlætisgoðinu þeirra, sem þær hafa alið upp með svo óþreytandi elju, kostnaði og umönnun, — honum var fleygt oní gryfju, eins og sjálfdauðum hundskrokk, hræi, með kviðinn rifinn sundur af kúlu, troðinn og marinn sundur af hestfótum riddara- liðsins. Pví var mannvænlegi drengurinn hennar drepinn, auga- steinn hennar og von, stoð og stytta, einkasonurinn? Pví þá? Við þekkjum stríðið. Að eyðileggja á hálfu ári það, sem kostaði 20 ár að byggja með þreyju og þoli og dugnaði og hug- viti. — Petta á að hamla okkur frá að sökkva niður í svart trúleysi. Við höfum séð stríð. Við sáum mennina verða að dýrum. Við sáum þá í ærslum, drepa í gamni eða af hræðslu eða til að sýna af sér karlmensku. Við sáum þá skjóta veslinga á förnum vegi, bara af því að þessir aumingjar voru hræddir. Við sáum þá reyna nýjar byssur á hestum, kúm og hundum. Petta á að bjarga okkur frá svörtu trúleysi. Að brjótast inn á land annarra að myrða mann, sem ver heimili sitt, af því hann er ekki í hermannabúningi (má því ekki bera vopn), að brenna hús fátæklinga, brjóta og skemma búsgögn, tæma vínkjallarann, nauðga konum og láta eftir sig hallæri og kóleru. Petta á að bjarga okkur við svörtu trúleysi«. Svona fóru hinir hámentuðu Pjóðverjar að ráði sínu 1870—71, og hvert orð í þessu undirskrifa Englendingar. Peir hata ófrið og hernað manna mest. Nú borga Bretland og Irland allan flota- kostnaðinn, því hin ríki Breta borga aðeins 65. part í honum, öll samanlögð, þó flotinn hlífi þeim. Verður England á þeirri skegg- öld og skálmöld, sem fer í hönd, að láta öll hin brezku Banda- ríki leggja sig í líma, leggja fram fé og menn, og sýna sömu seiglu og þolgæði, sem Englendingar sýndu í viðureigninni við Napóleon mikla. Hvort þeirra sem verður ofaná, England eða Pýzkaland, verð- ur drotnandi yfir Evrópu, Afríku, Ástralíu og hluta af Asíu. Peg- ar um svo mikið er teflt, þá er von, að taflmennirnir séu lengi

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.