Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 36

Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 36
Og ég varð bæði sár og reiður. Hinsvegar þótti mér það langt fyrir neðan mig, að láta siga mér eins og hundi í alt smásnatt. Helzt hafði ég hænst að Bjössa vinnumanni. Hann var þó oft karlmannlegur í tali við mig og sagði mér ýmislegt í alvöru, þó að hann væri dálítið meinyrtur og önugur stundum. Hann leysti úr mörgum spurningum, sem ég lagði fyrir hann, og sneri sjaldan út úr því, sem ég sagði. Um aðra var mér lítið — ekki af því, að þeir væru ekki góðir við mig, heldur af hinu, að þeir gerðu altof lítið úr mér. Einkum var það þó Imba, sem mér var beiniínis illa við. Hún var vinnukona hjá foreldrum mínum og var um tvítugt. Bóttist hún þá heldur en ekki komin af barnsaldrinum. Mér fanst hún nú ekki vera neitt annað en montið, og alt gerði hún til þess að storka mér. Hún .kallaði mig órabelg, búrsnata og öllum illum nöfnum. Eg bar mig upp undan þessu við Bjössa. Hann ráðlagði mér að kalla hana Skankalöng — því það er hún, fálan sú arna, sagði hann. Betta þótti mér þjóðráð og nafnið ágætt, því að hún var ákaflega háleggjuð og stórstíg og alstaðar pilsaþytur og dunur og dynkir, þar sem hún var á ferðinni. Tvö skref mín hefur hún sjálfsagt tekið leikandi í einu, og dró ég þó venju- lega ekki af mér. Eg hugsaði mér að láta þetta fjúka við hana, þegar færi gæfist, og hlakkaði til að vita, hvort það kæmi ekki á hana og lækkaði dálítið í henni drambið. Pað var laugardagskvöld. Piltarnir voru að gera við kamp- inn á hlaðskemmunni og höfðu verið að því allan daginn. Eg hafði staðið þar með þeim í stórum moldarskafli. Fyrst rifu þeir vegg- inn, en nú vorum við að moka moldinni frá með skóflu, til þess að slétta undirstöðuna. Gagn gerði ég víst ekki mikið, en mér fanst eitthvert mannsbragð að því, að standa þarna með hinum piltunum með verkfæri í höndunum og láta aðra sjá til. Eg var að óska þess allan daginn, að einhver kæmi nú ókunnugur og sæi, hvað ég væri kappsamur og vel að manni. Piltarnir létu mig að mestu óáreittan, því að ég var við og við að hlaupa inn eftir mysu handa þeim að drekka. Peim leizt því ráðlegra að hafa mig góðan. Pabbi var að gera ýmislegt smávegis í smiðjunni, setja fætur undir potta, dytta að vallarklárum og sitthvað þessháttar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.