Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 39

Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 39
ii9 — Snáfaðu út, Skankalöngin þín! hreytti ég á eftir henni. Ekki sagði ég þetta fullum rómi, og því ekki viss um að hún hafi heyrt það. Pað þótti mér verst, en þó var mér léttir í að hafa sagt það. Eg tók landshöfðingjann og þeytti honum inst inn undir rúm í bræði minni og hét að snerta hann aldrei framar. Eg lagðist út í gluggann og fór að horfa fram á hlaðið held- ur en að gera ekkert. Piltarnir voru að byrja að hlaða upp kampinn. Hart var nú að mega ekki fara út og halda snúrunni fyrir þá, þó að ekki væri annað. Peir voru að velta að stórum steinum í undirstöðuna. Eg opnaði gluggann. Eg reyndi á mig í huganum við hvert átak, sem þeir gerðu. — Færðu mér réttan sopa að drekka! kallaði Bjössi til mín. — Eg má ekki fara út, hraut út úr mér óvart. Bjössi glotti neyðarlega: — Láttu ekki nokkurn mann heyra þetta! Ætlarðu að láta svæla þig inni eins og tóu í greni? Eg lét sem ég heyrði ekki frýjunarorð hans, og hann gleymdi þorstanum af erfiðinu. — Pú ættir að reyna þig á völunni þeirri arna, sagði Bjössi, Hann og Siggí fóru að stritast við að velta stóreflis steini upp að tóftinni. — O—obb, sögðu þeir báðir og tútnuðu í framan, en ekki bifaðist steinninn. Nú var mér öllum lokið. Eg gleymdi öllu, baðstofunni, skón- um, mömmu. Eg þaut eins og örskot fram göngin og út á hlað- ið til þeirra. Eg þreif í bjargið og spyrnti íjörðina. Steinninn fór að hreyfast. Við komumst undir eina brúnina og náðum honum á skrið. Fyrst urðum við að sleppa honum aftur, en það var eins og hann léttist og liðkaðist við losið, og við næsta átak reist- um við hann á rönd — hvort sem nokkuð hefir munað um mig eða ekki. Eg hélt það að minsta kosti þá og fyltist sjálfsáliti og vígamóði. Eftir langa mæðu komum við steininum í grunninn á haganlegan stað. Eg rétti úr mér. Mig verkjaði í bakið af áreynslunni. Mér varð skyndilega litið heim á stéttina og sá þá á eftir mömmu inn í smiðjuna. Pá mundi ég alt í einu eftir skónum og öllu saman.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.