Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 41

Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 41
I 2 I Ég ætlaði engu aö koma upp fyrir gráti og ekka. Andar- drátturinn kom í snöggum sogum, táralækirnir voru svo heitir, að mér fanst þeir nærri því brenna mig á kinnunum, munnurinn stóð hálfopinn og eins og beyglaður allur, og tárin streymdu ekki í dropatali, heldur sem stríð móða í farveg niður með nefinu beggja megin og ofan í munninn. Ég fann ekki til fótanna. — Ég gerði það alveg óvart, hvíslaði ég loks. Pað var eins og skefldi yfir orðin í grátrokunum. — Ég sagði þér, að þú mættir það ekki, sagði mamma ósköp blíðlega, en þó alvara í röddinni. Hún stóð við dyrnar og hafði lagt sóflinn frá sér á búrhilluna. Mér sýndist hún líta á mig með meðaumkun og ekki laust við að henni vöknaði um augun. Ég vissi, að hún mundi geta afstýrt flengingunni. Hún þurfti ekki annað en biðja pabba að sleppa mér rétt í þetta sinn. Þá mundi hann strax hætta við það. Það vaknaði hjá mér von eða einhver huggun — og þó gat ég ekki hætt að gráta. — Ég gleymdi því.alveg, sagði ég og grét, en þó var nú upp- stytta í röddinni. Ég leit framan í föður minn. Getur hann ekki skilið, að ég hafi gleymt því. Mamma sagði mér aldrei að ég yrði flengdur, ef ég færi út á skónum. Ann- ars hefði ég sjálfsagt munað það. Ég horfði á pabba og höndina á öxlinni. Pabbi leit á mömmu, en hún sá það ekki. Hún sneri sér undan. Hún opnaði búrhurðina og ætlaði að ganga út, en sneri við í dyrunum og kom til okkar. Ég sá nú greinilega, að hún tár- feldi. — Heyrðu, — snöggvast sagði hún við pabba. Hann slepti mér. Tárin hættu að renna. Nú hélt ég, að hún væri að biðja pabba um að flengja mig ekki rétt í þetta sinn. Pabbi beygði höfuðið og hallaði eyranu að henni. — Ekki of-fast, hvíslaði hún eins lágt og hún gat, en þó heyrði ég það. — Hvar er sóflinn, heyrði ég að pabbi hvíslaði aftur. Hún svaraði því engu, en leit þó til hillunnar. Pig elti augna- ráðið. Angalangur lá á hillunni. Pað var bundið um hann að neð- an með hálftrosnuðum, loðnum þætti úr snæf :0 ^nvafið ut- anum angana. Mér fanst harn ægiiegur. Hann stóð hálfur fram

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.