Eimreiðin - 01.05.1909, Side 44
124
svona um hábjartan dag. — En ef útilegumennirnir drepa mig nú,
þegar ég kem. — Nei, það er víst varla óhætt.
í*á datt mér í hug að taka Angalang og fela hann, svo að
enginn fyndi hann aftur, eða þá brjóta hann sundur í smámola.
— Reynið þið þá að flengja mig aftur! Brátt komst ég þó að
því, að ekki væri loku fyrir það skotið, að hægt væri að búa til
annan nýjan.
— fetta er alt þér að kenna, mamma! Pú sóttir hann pabba
og lézt hann flengja mig.
Mig langaði til að fara í skyrsíuna og hvolfa úr henni á
gólfið, vaða svo í öllu saman og maka út alla skóna í skyri, —
en þorði það þó ekki, þegar á átti að herða. — Mamma og
pabbi koma þá kannske meðan ég er að því.
— Ef ég væri orðinn stór og sterkur, þá léti ég ekki fara
svona með mig fyrir ekkert. Pá mundi heldur enginn reyna það.
Pið notið ykkur, að ég er svona lítill og ónýtur. En bíðið þið
bara við. Bráðum verð ég orðinn stór.
Eg fór smám saman að sætta mig við að eiga að verða kyr
heima, þrátt fyrir alt. Öll úrræði ónýttust jafnóðum fyrir mér, og
þar að auki var mesta heiftin farin að sjatna í mér. Reiðin hafði
læknað sjálfa sig. Bollaleggingarnar um hefndina og fullvissan
um rangsleitni annarra kyrðu hugann eins og ljós í villu.
— Bara að Bjössi sjái mig nú ekki svona út grátinn! Ég
sá fyrirfram neyðarsvipinn. á andlitinu á honum og heyrði háð-
glósurnar. Pó þótti mér verst, ef stúlkurnar fréttu, að ég hefði
verið hýddur. — Er það nú karlmenni, voru þær vanar að segja,
og það þoldi ég illa. Mér var sem ég sæi hana Imbu, blaðskell-
andi á gólfinu, flissandi og storkandi.
— Varstu flengdur, ræfillinn, fórstu að orga, o, auming-
inn, þér var nær, greyið þitt! Hún hugsaði mér víst líka þegj-
andi þörfina síðan áðan.
Ég var í standandi vandræðum. Eg varð að fara inn, því
að úti mátti ég ekki vera á skónum, en ef ég kæmi í baðstofuna,
þá átti ég á hættu, að Imba væri þar og hinar stúlkurnar. Pær
mundu strax sjá, að ég hefði verið að skæla. Ég treysti mér
ekki til að leyna skömmustunni í andlitinu á mér. Eg var feim-
inn við alla — þó sízt mömmu. Hún vissi að ég var svona lítill.
Pað dugði ekkert að ætla að bera sig borg'r.rr.a.iuiega við hrna;
ég þoldi henni íuca bezt, þó að hún liti mig smáum augum og