Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 46
I2Ó
var kominn alveg að þeim. Tá reiddi ég upp sóflinn og lamdi
horium inn í miðjan hópinn. Krakkarnir tvístruðust í allar áttir,
emjandi og hljóðandi. Eg náði í eina stelpukreistu og barði hana
til óbóta.
Eg vaknaði og ætlaði að spyrna í fótagaflinn á rúminu. Pá
varð ég var við, að fæturnir náðu ekki nema aftur í mitt rúmið.
Bráðum verð ég orðinn stór, hugsaði ég, og teygði úr mér,
eins og Angalangur á búrhillunni.
JÓN SIGURÐSSON.
Að hundrað árum liðnum.
Eftir ELLEN KEY.
Tímarit eitt á Pýzkalandi hefir sent mörgum þjóðkunnum rit-
höfundum víðsvegar um heim spurningar um það, hvernig þeir
álíti að ástandið muni verða í heiminum að hundrað árum liðnum
(2009). Peim spurningum hefir hin nafnkunna sænska kona Ellen
Key svarað á þessa leið:
Að hundrað árum liðnum verða allar uppgötvanir nútímans
fullkomnaðar, og þær hreyfingar báðar tvær, sem nú kveður mest
að — verkmanna- og kvennahreyfingin — hafa þá náð marki sínu.
Loftskip, betur útbúin innanstokks en skrautskip nútímans,
flytja þá tindaklífendur til þess aö klifra fjöll í tunglinu, og allar
sumarskemtanir, sem nú tíðkast, fara þá fram á sjávarbotni. Pví
landslagsfegurð jarðarinnar er þá gersamlega trufluð, sumpart af
því að alt yfirborð hennar er gjörþakið iðnaði, byggingum, raf-
magnsþráðum og öðru þess konar, og sumpart af þeirri eyði-
leggingu, sem loftskipastríðin á 20. öldinni hafa valdið.
Allur landbúnaður fer þá fram í kemiskum verksmiðjum; í
þeim, og hvarvetna annarstaðar, er vinnan falin í að þrýsta á
heilar raðir af rafmagnshnöppum.
Á sömu lund eru ungbörnin mötuð og klædd í uppeldis-
húsum sveitastjórnanna; afhent þangað klukkutíma eftir fæðinguna.
Vandamesta úrlausnarefni náttúrunnar er að finna ráð til að fjölga
mannkyninu foreldralaust. Tað þykir ekki sóma sér fyrir mann-