Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 47

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 47
127 kynið á svo háu mentunarstigi að auka kyn sitt sem dýrin. í byrjun 21. aldarinnar flaug sú gleðifregn út um heiminn, að ráðið væri í raun og veru fundið, á einni efnarannsóknarstofunni, og eina tálmunin, sem eftir væri fyrir því, að konan gæti orðið jafnfrjáls karlmanninum, væri þannig loksins úr sögunni. Pví miður reynd- ist þetta oftar en einu sinni flugufregn ein, en vonin um að ná þessu takmarki að lokum lifði þó í brjóstum manna. Og það því fremur, sem mönnum á árinu 2006 tókst að leysa annan hnút sem var hérumbil álíka flókinn. Pá fundu menn sem sé blóð- vökvameðal (serum) gegn þeim hræðilega sjúkdómi, sem mann- félagið — þrátt fyrir óteljandi heilbrigðisráðstafanir — hafði árang- urslaust barist á móti, frumleikasýkinni (originalitelsákomman), eða einkaeðlissýkinni (incLividualitetssjukan), sem hún líka er kölluð, svo að þann sjúkdóm mætti algerlega uppræta úr heimin- um. Heilbrigðislögin nr. 123, 456 og 789, sem út voru gefin 2008, fyrirskipuðu þvingunarbólusetning á öllum með þessum blóð- vökva. Og eftir það gat mannféiagið verið örugt gegn allri hættu, er stafað gæti af þessum sjúkdómi. Ollu er dásamlega niðurraðað. Allir, karlar jafnt og konur, hafa skift sólarhringnúm í 4 jafnar »vinnueyktir«: 6 tíma svefn, 6 tíma við rafmagnshnappana, 6 tíma á þingum og 6 tíma til skemt- ana og samkvæmisnautna. Pingin halda fundi á hverjum degi, Á sunnudagsfundum þeirra eru haldnir fyrirlestrar um alþjóðar- mál, í stað guðsþjónustunnar, er fyr meir tíðkaðist. Á virkum dögum gera þingin ályktanir um alt mögulegt: frá því, hve stór títuprjónshöfuðin eigi að vera, og hvernig efnasamsetning matar- pillanna eigi að vera, og alt til þess, hve mikilli barnafjölgun þjóð- félagið þurfi á að halda næsta ár, og hverjar og hverskyns hugs- anir og hugmyndir séu þarflegastar og hollastar á því tímabili. Hina ákveðnu barnatölu fá menn þannig, að menn og konur bjóða sig fram sjálfkrafa til kynfjölgunar af þjóðfélagshvötum. Úr þeim velja svo læknarnir þær konur og karla, sem þeir álíta bezt fallin til að geta góð afkvæmi, og þau hafa svo samfarir til barn- getnaðar. Allir, konur og karlar, fá sæti á þingum, þegar þeir (þær) eru komnar af skólaaldri, jafnvel fábjánar; því ekki þykir annað hlýða, til þess að uppfyltar verði allar mannúðarreglur og mann- réttinda. Óbótamenn einir eiga ekki þingkvæmt. En þrátt fyrir þessa jarðnesku takmörkun, eru þeir þó engum mannréttindum

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.