Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Side 51

Eimreiðin - 01.05.1909, Side 51
Vorið leysir bönd þín bráðum, brjóstið hvelfir, eflir þrótt. Aftur með þér sælusöngva syngja fuglar dag og nótt. Frostin skáldum bana bjuggu. Bleikur nár í dökkri mold heyrir engar ástarraddir ofan af sumargrænni fold. BJÓST ÉG í BJARGIÐ DÖKKVA. Bjóst ég í bjargið dökkva, byrjaði’ af nótt að rökkva, vonarvaðinum stökkva vafði’ eg um arminn klökkva. Girntist ég gullið rauða, glaðasta draum hins snauða, gat ég þar gnóttir nauða, gein við mér hylur dauða. Eggjagrjót iljar risti, oft ég fótanna misti. Uppgöngu æ mig lysti, altaf þótt máttinn brysti. Svarraði sær við kletta, sjódraugar brimi skvetta, — lítt vildi þrautum létta —, ioks ég óskaði — að detta. Hangi’ eg á limum lestur, leiður er mér dauðans frestur. Veik þótt sé vonarfestur, veit ég ei nær hún brestur. Hangi’ eg í hömrum dökkvum hjúpaður svörtum rökkvum. Vonarvaðinum stökkvum vef ég að armi klökkvum. SIGURÐUR NORDAL.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.