Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 52

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 52
132 Að Björnstjerne Björnsons. Ég var staddur í Kristianíu haustið 1908 og þótti mér ilt að fara svo burt úr Noregi, að sjá ekki hinn ókrýnda konung lands- ins. Hinn krýnda konung hafði ég séð. Hann sleit stórþinginu með stuttri ræðu. Er ekki von, að hann sé búinn að gleyma móðurmáli sínu ennþá. Ég hafði hitt Björnson tvisvar í Höfn, og talað við hann. Gerðist ég því svo djarfur að spyrja í síma vinar hans, Thommes- sens, ritstjóra »Verdens Gang«, hvort ég mætti heimsækja hann á Aulestad. Hann kvað mig velkominn, hvenær sem ég vildi. Lagði ég af stað snemma morguns frá Kristianíu með járnbrautar- lest upp Raumaríki, því það er full dagleið til Álastaða. Ég fór um Eiðsvöll, þar sem Noregur var endurreistur 1814, og var fagurt útsýni fram með Mjörs. Við Hamar steig ég á gufubát, sem hélt í sólskinsblíðu og hita til Litla-Hamars. Paðan ók ég til Faaberg, sem er næsta járnbrautarstöð við Álastaði, og spurði vagndrenginn úr spjörunum. Hvort hann hefði lesið sögur Björn- sons, og hverjar honum þætti mest í varið. Hann kvaðst hafa fengið þær að láni til að lesa; það væri hrópleg synd, að þær væru ekki ritaðar á sveitamálinu (landsmaal), en því væri nú fjand- ans ver. Strákur lét dæluna ganga, þangað til við komum að gistihúsinu í Faaberg. Pví stýrðu ungar stúlkur og tóku þær mér síður en ekki vel, þegar þær heyrðu, að ég ætlaði að hitta »hann«. Hann er nefnilega í Gausdal — sem Aulestad stendur í — og jafnvel í Guðbrandsdal, t. d. er hann heima? aðeins einn maður, sem ekki er um að villast, »höfðinginn«, sem hann heitir öðru nafni. Póstmeistarinn, járnbrautarstjórinn o. fl. höfðu fengið gjafir sendar frá Björnson, frá Rómaborg og París. Eng- inn maður væri eins gestrisinn og örlátur og gjöfull, sögðu þeir. Ríkilátur og mikillátur, hefðu fornmenn sagt um hann. Pað væri vel að verið af sýslunefndinni, að vera að nauða á honum um skaðabætur fyrir landspell og vegaspell, sem hefðu orðið af því, að stíflugarður brotnaði á jörð hans. Rétt eins og brúðkaups- gjöf frá sveitungum hans nú, á undan gullbrúðkaupi hans. Ég réð af að vera nótt á gistihúsinu, til þess að koma ekki á Aulestad um háttatíma. Um morguninn var farið að týgja hest,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.