Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 53

Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 53
133 því ég vildi feröast á hestbaki, að íslenzkum sið. Það sá á, að Norðmenn eru sí-akandi, því menn voru sendir bæjarleið til að fá að láni beizli og hnakk, sitt á hverjum staðnum. Frá Faaberg er nær tveggja tíma leið til Aulestad, greið og breið gata. Logn- blíða var um daginn. Pað var eins og maður væri kominn heim til íslands, þegar fólk, sem ég mætti, spurði: hvert ætlarðu? hvaðan kemurðu? hvað heitirðu ? Bæjarbragur, og svipur fólksins, var íslenzkukendur, þó ekki að því skapi, sem vestantil í Noregi. Aulestad stendur í hárri brekku eða hlíðarslakka, og er það- an mikið útsýni yfir Gausdal. Hallar leiti fyrir, svo að ekki sést þaðan eða þangað, fyr en í hlað er riðið. Eriingur Björnson kom út og lét vinnumann taka hestinn. Erlingur stendur fyrir búinu. Eg spurði, hvort Björnson væri heima. Hann kvað svo vera. Hann byggist við mér, en á þessum tíma dags væri vinnutími, rittími hans, og enginn mætti þá koma nálægt honum. Fór hann með mig út á breiðar og langar loftsvalir og bað mig bíða þar. Eftir fáeinar mínútur varð mér hverft við, er ég heyrði sagt skýrt og hátt, um öxl mér: »komið þér sælirL Eg hafði verið að skoða dalinn. Par var þá kominn dóttir Hilmars Finsens, lands- höfðingja. Hefur hún verið hjá þeim Björnsonshjónum í mörg ár og verður þeim nú: hendi fylgin lífs til enda. Hún sagði mér margt af heimilishögum og heimilislífi Björnsons. Hún mintist á föður sinn og hvað hann hefði unnið í þarfir ís- lands. Bréf hans, sem geymd væru í vörzlum sona hans, sýndu bezt, hve duglega hann hefði tekið málstað Islands við dönsku stjórnina og Dani, og hve heitt hann hefði unnað íslandi. íslend- lingar hefðu verið honum óþakklátir. Eg sagði, að rétt væri að prenta þessi bréf, svo íslendingar gætu lesið þau. Hún kvað svo vera. í þessu þrammaði Björnson fram á svalirnar og var lang- stígur. Hann bað mig afsaka biðina, og fór strax að spyrja mig úr spjörunum um ísland. Hann sagði, að einstaka íslendingar hefðu vilzt upp í Gausdal til sín; mundi þó ekki eftir neinum nema Guðmundi Hjaltasyni. Hann sjálfan hefði dreymt oftar en einusinni, að hann væri kominn til íslands, en það ætti víst aldrei fyrir sér að liggja, því bæði væri hann sjóveikur og svo væri hann nú of gamall til þess. Sér hefði nýlega verið boðið ærna

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.