Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Page 54

Eimreiðin - 01.05.1909, Page 54
134 fé fyrir að halda fyrirlestur í Carnegie Hall í New York, en læknirinn hans hefði bannað sér að fara yfir Atlanzhaf. Ýmsar hressingar voru nú á boðstólum og sá ég þá börn hans og barnabörn. Par var Björn, hinn frægi leikhússtjóri og leikandi, og Einar, sem hefur verið mörg ár í Kína og stendur fyrir ýmsum hlutafélögum, og Dagný, sem gift er á Pýzkalandi, en ekki Bergljót. íslenzk eru nöfnin. Einn af sonarsonum hans, heitir Björn Björnstjerne, og er hann svo gerður á sál og líkama, að öllum þykir hann vænlegur til afreka. Björnson stakk upp á, að við gengjum um skóginn, þangað til komið væri að miðdegisverði. Fór Erlingur bóndi og kona hans með okkur. Björnson var fjörugur og frár á fæti og lék við hvern sinn fingur. Hann talaði um alla heima og geima; en eitt var það, sem hann vildi ekki tala um: Hvað hann væri að skrifa. Hann kvaðst aldrei segja neinum neitt af því. Pað væri reyndar leikrit. Hann sagði, að landsmálsflokkurinn hefði reynt að brúka íslenzkuna móti sér. Ég sagði, að »málmaður« hefbi sagt mér í Kristianíu, að ræður Björnsons móti þeim út um landið hefðu vakið athygli á málinu, gert þeim meira gagn en skaða. Hann sagði, að þeir vildu gera Noreg að forngripasafni, sem menn ættu að standa og glápa á, eins og tröll á heiðríkju. íslendingum væri bezt að hírast hjá Danmörku, þangað til þeir hefðu nóg bolmagn sjálfir; en annars væri sér lítt kunnugt um það mál. Hann fengi bréf úr öllum áttum viðvíkjandi frelsis- hreyfingum, t. d. frá Rúmeníu í dag, og gæti ekki ginið yfir öllu, þó hann væri allur af vilja gerður. Við gengum fram á þverhníptan hamar, sem slútti fram yfir ána, sem rennur eftir dalnum. Par sagði hann sögu af tóu, sem hrapaði ofan hamarinn í eltingum við kind, og beið þar bana. Mér datt í hug vísa hans: »Og ræven laa under birkerod« osfrv. Hann sat þegjandi um stund á bekk fram á hamarsbrúninni og horfði út yfir dalinn. Datt mér þá í hug mynd sú af honum, sem náttúran sjálf hefur smíðað í Guðbrandsdalnum, og fylgir hér ljósmynd af henni í Eimreiðinni. Ef nokkur maður er lifandi ímynd Noregs og Norðmanna, þá er það þessi maður. Að nefna hann, er að bregða upp merki Noregs. »Haltu svo fram stefnunni, ef þú vilt hitta Norðmannakonung,« sagði Hákon Aðal- steinsfóstri á Storð. Eví er ekki að leyna, að sumir Norðmenn vildu stofna norskt

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.