Eimreiðin - 01.05.1909, Page 58
138
ýmist í hópum eða keðjum, stundum eins og kommur, stundum egg-
myndaðar og með öngum út frá sér, stundum eins og tappatogarar
o. s. frv. þær eru allar miklu minni en svo, að vér getum greint þær
með berum augum, jafnvel smærri en minsta rykkorn, er vér sjáum í
sólarbirtunni, sem leggur inn um gluggann; og til þess að geta séð
þær greinilega í smásjánni, þarf vanalega að lita þær með sterkum lit-
um. Þær eru skammlífar, en þar sem hver einstaklingur getur á ör-
stuttum tíma getið af sér óteljandi fjölda, með því að likami hans
skiftist í tvo hluta, sem verða sjálfstæðar bakteríur, er aftur skift-
ast von bráðar í tvær nýjar og svo koll af kolli óendanlega oft, þá
geta menn skilið, að þær þurfa eigi að lifa árangurslaust, þó æfin sé
stutt. Ef ein einasta baktería fengi ráðrúm til að fjölga eftir vild sinni,
þá gæti hún á einu dægri getið af sér biljónir afkvæma, en með því
áframhaldi gæti hún á stuttum tíma bókstaflega fylgt boði biblíunnar
um að uppfylla jörðina og gera sér hana undirgefna. En sem betur
5. Taugaveikisbakteríur (stækkaðar
1000 sinnum).
4. Kólerubakteríur (stækkaðar
1000 sinnum).
fer, er svo margt sem hindrar hana i því og setur henni takmörk.
Bakteríurnar eru sem sé eins og allar aðrar verur, bundnar vissum
lífsskilyrðum. Þær þurfa eins og aðrar plöntur loft og hita og nær-
ingu, og þegar alt þetta er upp notað, deyja þær vanalega út.
Það er alment haldið, að bakteríurnar leiði aðeins ilt af sér, og
satt er það, að margar þeirra valda ýmsum slæmum sjúkdómum; en
þær munu þó i minni hluta. Meiri hluti þeirra er oss þvert á móti
til mikils gagns. Þær bakteríurnar, sem eru algengastar í heiminum
og sem þess vegna uppgötvuðust fyrst, eru rotnunar-bakteríur 011
ólga, ýlda og rotnun er að kenna bakteríum. og stafar oft af því ó-
hollusta; en hinsvegar verðum vér að viðurkenna að með því starfi
sínu vinna þær oss mesta gagn. Öll gróðurmold myndast fyrir áhrif
bakteríanna, sem koma jurtum og öllum lífrænum efnum til að rotna.
Án þeirra væri jörðin öll ófrjór akur, og engin skepna gæti lifað, og
gætu dýrin lifað, mundu þau aldrei geta rotnað eftir dauðann og alt
væri fult af órotnuðum hræjum. Það er bakteríum að þakka, að brauð-