Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 59

Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 59
>39 ið getur lyft sér við bökun, og að gerð myndast í öli og víni. Væru bakteríurnar ekki, mundi að líkindum ekkert áfengi vera til, engir sjást drukknir framar og engin bindindisfélög. — Hvar sem vér komum á jörðinni og hvar sem vér leitum, finnum vér meir og minna af bakterí- um. í’ær kunna bezt við sig þar sem mannmargt er; t. d. hafa menn fundið í Parísarborg 24,000 bakteríur í hverjum teningsmetra af lofti inni í miðri borginni, en í útjöðrum hennar aðeins 7,600. í hinum köldu heimskautalöndum og í hinum heitu eyðimörkum suðurlanda er harla lítið af þeim. Eins og ég áður gat um, er það aðeins minni hluti bakteríanna, sem veldur sjúkdómum, en þeir sjúkdómar, sem aðallega er um að ræða, eru hinir svonefndu sóttnæmu sjúkdómar, svo sem tæring, tauga- veiki, barnaveiki, innflúenza, kvef o. s. frv. Yfirleitt þekkjum vér nú þær bakteríutegundir, sem valda hinum algengustu farsóttum. Hvernig stendur nú á því, að þessar litlu verur, bakteríurnar, geta valdið sjúkdómum, sem jafnvel leiða til dauða, ef þær ná að vaxa í líkömum vorum. Til þess eru aðallega tvær orsakir. Fyrst sú, að þær taka næringu frá líkamanum og svifta hann efnum, sem hann þarf sjálfur á að halda, og geta étið sundur og gjöreytt þýðingarmikl- um líffærum. Hin orsökin er sú, að þær gefa frá sér úrgangsefni, sem líkamar þeirra hafa eigi brúk fyrir, á líkan hátt og dýrin gefa frá sér saur og þvag. En þessi efni eru flestöll baneitruð mönnum og skepnum, og sem dæmi þess vil ég nefna að einungis ^/sooo. partur úr grammi af eitri því, sem stjarfabakterían lætur frá sér, er nægur til að drepa mann. Það er hægt að rækta bakteríur eins og hverjar aðrar plöntur í nokkurskonar jurtapottum, sem aðeins eru frábrugðnir þeim, sem alment þekkjast, að því leyti, að í stað moldar eru notuð ýms efni, sem reynslan hefir sýnt, að bakteríurnar þrífast bezt í, — en það er helzt lím, sykurvökvar, kjötsoð, blóðvatn o. fl. Með þessu móti hafa menn getað kynt sér lífsskilyrði og daglegan vöxt bakteríunnar, og hefir við það komið í ljós, að ýmsar tegundir eru mjög misjöfnum skilyrðum háðar. Sumar þrífast eingöngu í lími, sumar eingöngu í sykri, en sumar eru svo vandfýsnar, að þær fella sig við ekkert nema blóð, og það mannsblóð. Til þess þær vaxi vel og dafni, þurfa þær allar vissan hita, sum- ar meiri og sumar minni, en flestöllum kemur bezt að vera í þeim hita, sem er líkamshiti manna og dýra nfl. 370 C. Sumar geta undir viss- um kringumstæðum myndað hýði utan um sig og þær þola þá miklu meiri hita og kulda, en annars er vanalegt. T. d. getur taugaveikis-bakterí- an þolað að frjósa og liggja eins og í dái langan tíma, og sumar bakteríur geta á svipaðan hátt þolað suðu stuttan tíma; en yfirleitt má þó fullyrða, að suðuhiti drepi allar bakteríur undantekningarlaust, eí þær verða fyrir áhrifum hans svo sem hálfa klukkustund. — Kreólín, karbólsýra, sublímat, klórkalk o. fl. eitur drepa einnig bakteríurnar á svipstundu, ef þau eru óblönduð, en í þynningu eins og vant er að brúka þau — karbólvatn, sublímatvatn o. s. frv. — verða þau að verka á þær langan tíma, áður en þeim tekst að vinna á þeim. Af þessu sést, að hentugasta, fljótasta og ódýrasta aðferð til að eyða bakteríum — sótthreinsa, sem vér köflum — er að sjóða þá hluti,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.