Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 63

Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 63
143 sem vér köllum, en bakteríurnar halda áfram að fjölga og breiðast máske út um allan líkamann. Það sést af þessu, að ekki þarf nema einn gikk í hverja veiðistöð. Ein einasta baktería er nægileg til þess, að koma veikinni á stað í öllum likamanum, ef henni hefir aðeins tek- ist að vinna á fyrstu frumlunum, sem hún réðist á. Við vöxt bakteríunnar myndast eitur, sem sýkir frumlurnar jafn- skjótt og það snertir þær — og það er einmitt þetta eitur, sem verk- ar á þær í fyrstu og vekur hjá þeim starfsþrótt i snöggu bili, kemur þeim til að fjölga, svo að berkillinn myndast, en því næst eftir því sem eitrið magnast verða þær lémagna og láta yfirbugast af eitrinu og árásum bakteríanna. Það er nú eðlilegt, að þegar eru saman komnar máske margar miljónir af bakteríum í líkamanum, þá sé það eitur, sem þær í sam- einingu mynda, nægilegt til þess, að veikja og, ef til vill, drepa allan líkamann. á svipaðan hátt og eitur einnar bakteriu gat drepið lítinn frumluhóp í fyrstunni. Sem betur fer, vill það eigi ósjaldan til, að líkaminn fær staðist árásir bakteríanna. Veikin takmarkast á litlu svæði, sem eyðist af bakteríunum, en umhverfis þetta veika svæði fjölgar frumlunum svo, að holdið þéttist og myndar eins og bris, sem bannar bakteríunum frekari aðgöngu. En til þess að úrslitin verði svo happasæl, verður sjúklingurinn annaðhvort að vera hraustur að upplagi eða verða að- njótandi þeirrar hjúkrunar, sem veitir líkama hans gott mótstöðuafl, en þessháttar hjúkrun veitist hvergi betur en á heilsuhælum. Það er þess vegna að vér viljum koma upp heilsuhæli hér á landi. Eg sný mér nú aftur að því, sem ég tók fram í byrjun þessa máls: I einum hráka geta verið þúsundir af bakteríum, sem geta orðið útsæði, er valda sjúkdómi og dauða fjölda margra manna. Berklaveikin berst mann frá manni aðallega með því móti, að hrákar þorna upp og bakteríurnar þyrlast upp í loftið með ryki, og komast svo inn í andfæri manna. En í öðru lagi geta bakteríurnar borist frá lungum berklaveikra við hósta í ósýnilega litlurri hrákaögnum, sem spennast upp við hóstann. Þess vegna er varlegra að brjóstveikir menn haldi klúti fyrir munni sér meðan þeir hósta. í þriðja lagi geta bakteríur borist mann frá manni með graftar- útferð þeirri, sem kemur úr útvortis berklaígerðum, ef eigi er þrifalega með farið. Og í fjórða lagi geta menn fengið bakteríur í sig við að neyta mjólkur eða kjöts af berklaveikum skepnum, einkum nautgripum. Á öllum heilsuhælum er sjúklingum kent mjög vandlega að við- hafa alla þá varúð, sem unt er, til þess þeir sýki eigi aðra; en sjúk- lingarnir kenna síðan öðrum út frá sér, og hefir það komið að miklu gagni í öllum löndum í baráttunni gegn berklaveikinni. — Áður héldu menn, að berklaveikin, eins og aðrir sjúkdómar, væri að kenna illum öndum, og það voru aðeins skygnir menn, sem gátu séð þá. Nú þekkjum vér orsök berklaveikinnar, eins og svo mangar aðrar orsakir næmra sjúkdóma; og það eru ekki einungis skygnir menn, sem geta séð hana, — vér getum öll sömun séð hana undir smásjánni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.