Eimreiðin - 01.05.1909, Síða 65
'45
verkum hans gefið út löngu eftir hans dag, get ég varla hugsað mér,
að því verði valið annað nafn.
Einar Hjörleifsson er skáld smælingjanna. Um þá hefir hann
skrifað mest og um þá hefir hann skrifað bezt. Ef ég ætti að velja
þrjár sögur eftir hann, sem mér finst mest list vera í, þá mundi það
verða »Vonir«, »í’urkur« og »Marjas«. (»Vistaskifti« er enn þá ekki
nema byrjun). Og söguhetjurnar eru: fátækur og einfaldur vinnumað-
ur, gamall einyrki og tökudrengur.
Eitt af helztu einkennnm skáldanna er nokkurskonar ófreskisgáfa;
þau sjá í gegnum holt og hæðir. Þar sem aðrir aðeins sjá eyrar og
sanda, grafa þau eftir gulli og finna það. í’að sem öðrum sýnist að-
eins vera glerbrot á haugi mannfélagsins, sjá þau að hefir verið »gim
steinn, sem greypast átti í baug«. I’ar sem aðrir einungis sjá hrjóstrug
öræfi, benda þau á grasið á milli steinanna og grastórnar mitt í
auðninni.
Einar Hjörleifsson er gæddur þessari gáfu. Hann velur efnið í
sögur sínar einatt af þeim svæðum, sem öðrum sést yfir. Hann lætur
sér ekki nægja að líta á tötra vatnskellingarinnar og heyra, að hún
er kölluð »Vitlausa Gunna». Hann fer að hugsa um, hvort það geti
ekki verið, að líka hún eigi sína sögu, að líka hún heyi sitt sálarstríð.
Hann nemur ekki staðar við duggarabandstrefilinn og vaðmálstreyjuna
hans langa-Láfa. Hann sér í gégnum vaðmálið, inn í hjartað, og
hann finnur þar tilfinningar, sama eðlis eins og búa í hjörtum, sem
slá undir klæðisfrökkum og hvítum vestum, þótt á öðru stigi séu.
Þetta svæði, svæði smælingjanna, er óðal Einars Hjörleifssonar.
Það sést bezt af »Ofurefli«. Smápersónurnar og smáatriðin í þessari
bók bera vott um höfund, sem hefir náð föstum tökum á list sinni.
Ég gæti talið margt upp, en verð að láta mér nægja að nefna hið
meistaralega samtal milli Þorbjarnar kaupmanns og Imbu vatnskerling-
ar sem dæmi. Og samt hefir bókin orðið mörgum mikil vonbrigði.
Heildin er ekki samboðin einstöku pörtunum, hún verður stundum ofur-
liði borin af aukaatriðunum; lesandinn finnur ekki altaf nógu greini-
lega, að hann stefni með fastri rás að markinu Og höfuðpersónan,
stærsta persónan, sem Einar hefir ráðist í að lýsa, persónan, sem átti
að drotna í bókinni og drotna í hug og hjarta lesandans, hefir mis-
hepnast. Framþróuninni í skapferli hans er ekki nógu vel lýst. Það
er ekki skýrt nógu vel frá því, hvernig þessi maður, sem virðist vera
fæddur víkingur, breytist við mentunina og framkvæmdaleysi langs
námsskeiðs í íhugulan og seinráðan mann, sem ekki heldur öðru eftir
af sínu fyrra eðli en yglibrúninni og áhuganum til stórræða. í'essvegna
er svo hætt við, að lesandanum við fyrsta álit virðist presturinn ósam-
kvæmur sjálfum sér, sem hann þarf ekki að vera.
f>að væri freistandi að segja meira um þessa sögu, sem að mörgu
leyti er bæði skemtileg og íhugaverð. En ég verð að hætta að sinni
og snúa mér að aðalefninu, ég vona að mér fyrirgefist þessi útúrdúr.
Það var nauðsynlegt að minnast á þessa einu stóru sögu Einars Hjör-
leifssonar í sambandi við það, sem á undan var sagt um aðalsvið
skáldskapar hans og takmörk þess.
Fyrsta sagan í safni þessu »Góð boð«, á þar varla heima. í'að
IO