Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 77

Eimreiðin - 01.05.1909, Qupperneq 77
157 Er sú mynd tekin úr skopblaðinu »BLÆKSPRUTTEN«, sem ætíð kem- ur út um jólaleytið. Þriðja myndin er tekin eftir »KLODS-HANS« 18. apríl 1909, og sýnir hún núverandi ráðherra Björn Jónsson, fyrst í ræðustól, þar sem hann er að tala fyrir íslenzkum kjósendum, og síðan í Dan- mörku, þar sem hann er að hneigja sig fyrir konungi. Danir friðaðir. (Otdráttur úr Reykjavíkurlúðrinum, ritstj. SKÚLI FJANTESSON.) Ekki getur hjá því farið, að lesendur vorir hafi orðið varir við, að risið hafa miklar sjálfstæðisöldur í Danmörku á síðari árum, og þær mjög svo varhugaverðar. Þessi hjálenda vor þar syðra hefir þrásinnis hagað sér þannig, að þess tekur nú að gerast full þörf, að íslenzka mamma hetjist handa og fari að hugsa dálítið um Dani, þessa hálf- siðuðu Skrælingja, er óþektir voru með öllu í sögum í þann tíð, er þjóðskáld vort Hallgrímur Skallasmekkir orti drápu sína, þá hina frægu: »Saltfiskurinn prímsigndi«. f>á er heil halarófa af dönskum mönnum, allavega skrítnum, hafði sýnd verið í fyrra í skemtigarðinum við Þingvöll undir forustu Frið- riks konungs, sendum vér nefnd til þessarar litlu, afvegaleiddu þjóðar, til þess að sýna henni fram á stöðu hennar í ríkisheildinni, hversu lágt hún væri sett þar í stað. Sökum þess að vér höfum eigi haft nógu vakandi auga á Dönum, hefir það komið á daginn, því miður, að þeir hafa laumað inn í grundvallarlög sín ýmsum ákvæðum, sem koma gersamlega í bága við núgildandi ríkisrétt þann, er saminn var á dög- um Snorra Sturlusonar. Vér verðum að fara dálítið varlega að þess- um bændafáráðlingum, jafn-grátlega lítilsigldum, sem þeir eru, en þó hefir vorum mönnum tekist á skömmum tíma að koma vitinu fyrir ó- róaseggina og fá ríkisréttarsambandið gamla lögleitt aftur, eins og það á að vera. Verður nú eigi annað séð, en að bældar séu niður allar uppreistartilhneigingar í Danmörku. Nefndin hefir sem sé samþykt á síðasta fundi sínum — samkvæmt Gamla sáttmála og eftir öllum guðs og manna lögum — svohljóðandi »Uppkast að grundvallarlögum Danmerkur«. 1. gr. Konungur íslands er jafnframt konungur yfir Danmörku, en því að eins má hann dvelja í téðum landshluta, að hann hafi til þess fuit og skýlaust leyfi alþingis. Hann nefnist konungur íslands ásamt hjáleigum þess. 2' gr' Fyrst um sinn veitist danska ríkisþinginu nokkurskonar sjálfstæðis- réttur í héraðsmálum. f>ó fellur sá réttur burtu að 25 árum liðnum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.