Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Page 10

Eimreiðin - 01.05.1911, Page 10
86 Daða, unz hann bannfærði hann og lét níðvísur fylgja, t. d. þessa um vinkonu Daða og svo sjálfan hann: Geitarhvanna grönn rót galar hátt í Snóksdal, heyrðust hennar heimsk orð hörð alt í Eyjafjörð. Poldu eigi þegnar vel þetta hrópið Dalaglóp; fóru á stað með fjölda her og fengu með sér margan dreng. Og þó er skop Jóns oftast nær einkennilega mut og græsku- laust, og slær kímnisblæ á hann sjálfan, sem minnir svo glögt á Egil Skallagrímsson. Eað er skop, sem er speki fyrir alla — írónía, sem verður að húmor, að því er listafræðingar kalla. Svo eru síðustu skopkveðlingar Jóns flestallir. Eins og t. d. þessar vísur um Martein bp., er Bóndi nokkur bar sig að biskupsveldi stýra, því dýra; en honum tókst illa það, öllu var honum betra á Stað heima að híra. Skírnar ólean skipar hann af og skaparans móður biðja; það þriðja: hann var fangaður á Stað: Vatnið bannar hann vígt að sé, verður úr því spott og spé, hans aumleg iðja. Stendur á móti stafkarl einn, stirður í öllum hætti og mætti. Sendi hann sína syni tvo að sækja hann og fanga svo, nema bóndinn bætti. Og allir þekkja vísuna um Martein, þegar hann strauk úr gæzlu Steins: Biskup Marteinn brá sitt tal, vasaði fram á Vindárdal, burt hljóp hann frá Steini; varð honum það að meini. Annars var ekki farið mjög illa með Martein og honum lofað að vera í Möðrufelli hjá Ara, þegar hann undi ekki á Hólum. En við Árna Hítardalsprest var harðara farið, því »hann blótaði þeim«, segja annálarnir. Bá kvað Jón bp.:

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.