Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 39

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 39
hann enn þá miklu meira fyrir þjóðina. Hann er llfsakkeri hennar, »sverð hennar og skjöldur«. Festuna í íslenzku þjóðlífi er ekki að finna við strendur landsins, í fiskiverum þess, heldur hjá bændum og búalýð. Takið þið hana í burtu, þá nötrar þjóðin fyrir hverjum vind- blæ sem næðir, hrekst fyrir hveijum straumi, er veltur, — hugsum oss landbúnaðarlausa íslenzka þjóð; mundi hún geta verið til? Og ef hún gæti það, hvert mundi ástand hennar verða? Mundi það ekki verða sjómannalíf í orðsins fylsta skilningi, með öllum þess vonbrigðum, í allri þess eymd og niðurlæging — og landið — landið feðranna frægu að eins fiskiver. En hvf slíkar hugsanir í sambandi við landbúnaðinn íslenzka ? Sér maður ekki, að sumir af ritfærustu mönnum þjóðarinnar hafa haldið því fram, að einmitt í þessari grein sé um miklar framfarir að ræða nú á síðari árum, að framleiðsla sé að vaxa, velmegun að dafna, og yfir höfuð að birta yfir sveitum íslands; og fullviss er ég þess, að enginn er sá íslendingur til, sem ekki gleddist af hjarta yfir því að vita, að íslenzka þjóðin væri að rétta við í þessu mjög svo mikilsverða efni. En hvað segja íslenzku bændurftir um þetta efni? Mennirnir, sem öllum öðrum fremur vita sannleikann í því; mennirnir, sem bera hita og þunga dagsins? Er efnahagur þeirra að batna? Er framleiðsla hjá þeim að vaxa? Eru þeir sælli menn f sinni stöðu nú en þeir voru? Ef þeir eru það ekki, er það ekki að eins þýðingarlaust, heldur líka rangt, að vera að reyna að telja þeim og öðrum trú um, að þeir séu það, telja þeim trú um, að efnalegt ástand þeirra sé svo eða svo miklu betra en það í raun og veru er. Arið 1909 veittist mér sú ánægja að heimsækja ættland mitt; ég ferðaðist um flestar sýslur þess og ber því ekki að neita, að á þeim 23 árum, sem ég hefi dvalið hér í Ameríku, hefir landbúnaðurinn ís- lenzki tekið miklum breytingum, og í sumum tilfellum að mínu áliti í rétta átt. En að um efnalegar framfarir í þeirri grein sé að ræða, er víst vafamál. Það eru ekki framfarir í efnalega átt, þótt framleiðsla hafi aukist, þótt búskapurinn hafi batnað, þótt tún hafi stækkað, ef kostnaðurinn við þessar framfarir og framleiðslu er meiri en arðurinn af henni. Ef peningar þeir, sem teknir eru til láns til þessara fram- kvæmda, ekki gera meir en borga vexti og viðhald, þá eru menn að tapa — eru að fara aftur á bak efnalega. En þetta er þó nákvæmlega það sem komið hefir fyrir í plássi því, er ég áður dvaldi í á íslandi Stofn bændanna hefir minkað. Skuldir þeirra hafa vaxið. Skuldlausar eignir þeirra minni nú en þær voru, og þarf þá ekki nein rök að því að færa, að afkoman hlýtur að vera verri; og því ver mun þetta ekki vera sérstakt fyrir það cina hérað, heldur mun slíkt böl sameiginlegt um land alt. Og að svo sé, byggi ég á sögusögn bændanna sjálfra, byggi það á því, að nú á undan- fömum árum hafa bændur hópum saman þyrpst úr sveit til sjávar; landbúnaðurinn hefir verið þeim svo erfiður og arðlaus, að þeir hafa gefist upp á honum, og kosið sér heldur tómthúsvist í Reykjavík, en »bændabýlin þekku« í sveitum íslands. Og ef frekari sannana þyrfti við, mætti benda á skýrslu milliþinganefndarinnar í skattamálinu, þar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.