Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Side 47

Eimreiðin - 01.05.1911, Side 47
123 annar sparisjóður, svo framarlega sem aukin menning og aukin þekking gerir þjóðirnar færari í lífsbaráttunnni. En þó vér þannig getum ekki verið herra Bíldfell nema að hálfu leyti samdóma um efnahagsatriðið, þá erurn vér honum fyllilega samdóma um, að Tslenzkur landbúnaður sé enn í svo miklu ólagi og svo langt á eftir tímanum, að svo búið megi ekki standa. Með því búskaparlagi, sem nú á sér stað, verður oss hvorki mögulegt að keppa við nágrannalöndin með afurðir vorar á heimsmarkaðinum, né við aðrar atvinnugreinir í landinu sjálfu. Eitthvað verður því til bragðs að taka, í einhverju að breyta til. Herra Bíldfell leggur nú til, að menn hverfi frá ránbúskapn- um og taki allan heyfeng sinn af ræktuðu landi, er ræktað sé með plægingum og unnið með sláttu- og rakstrarvélum. Ennfremur að menn snúi sér aðallega að nautgriparækt og bæti þann gripa- stofn með nýju kyni, sem betra sé til frálags. Selji svo kjötið og smjörið á brezka markaðinn, sem liggi svo vel við. Og til þess að koma þessu búskaparlagi á, vill hann að stjórnin setji á stofn fyrirmyndarbú, þar sem bændurnir geti séð hina nýju búskapar- aðferð með eigin augum og hvað framleiða megi með henni úr íslenzkum jarðvegi. Allar þessar tillögur álítum vér góðar og gildar, enda eru þær allar gamlir kunningjar. Pær hafa allar komið fram áður, en gaman að heilsa upp á þær aftur úr nýrri átt. Aldrei góð vísa of oft kveðin. Um að hverfa frá hinni fornu ræktunaraðferð og snúa sér að plægingum ritaði Björn sálugi Jensson sínar minnisstæðu og ágætu ritgerðir, en sætti talsverðum andmælum. Um kynbæturnar ritaði Guðjón sálugi Guðmundsson bezt og vann að þeim ótrauðlega þau fáu ár, er hans naut við. Um notkun sláttu- og rakstrarvéla hafa margir ritað, og eins um að efla nautgriparæktina og lifa aðallega á ræktuðu landi. Meðal annarra hefir ritstjóri Eimr. jafn- an haldið því fram, að það ætti að vera mark vort og mið, þótt sauðfjárrækt með mikilli útbeit geti verið arðmeiri, þegar vel gengur, og eigi betur við í sumum héruðum. Að þessu hafa líka Búnaðarfélagið, Ræktunarfélag Norður- lands og ýmsir einstakir menn unnið eigi alllítið á síðustu árum. Og þó nokkuð hefir líka á unnist, þó smátt gangi Ræktun með plægingum er byrjuð á ekki allfáum stöðum, notkun sláttuvéla líka og fleiri annarra vinnuvéla, en rakstrarvélar víst fremur fáar

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.