Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 47

Eimreiðin - 01.05.1911, Blaðsíða 47
123 annar sparisjóður, svo framarlega sem aukin menning og aukin þekking gerir þjóðirnar færari í lífsbaráttunnni. En þó vér þannig getum ekki verið herra Bíldfell nema að hálfu leyti samdóma um efnahagsatriðið, þá erurn vér honum fyllilega samdóma um, að Tslenzkur landbúnaður sé enn í svo miklu ólagi og svo langt á eftir tímanum, að svo búið megi ekki standa. Með því búskaparlagi, sem nú á sér stað, verður oss hvorki mögulegt að keppa við nágrannalöndin með afurðir vorar á heimsmarkaðinum, né við aðrar atvinnugreinir í landinu sjálfu. Eitthvað verður því til bragðs að taka, í einhverju að breyta til. Herra Bíldfell leggur nú til, að menn hverfi frá ránbúskapn- um og taki allan heyfeng sinn af ræktuðu landi, er ræktað sé með plægingum og unnið með sláttu- og rakstrarvélum. Ennfremur að menn snúi sér aðallega að nautgriparækt og bæti þann gripa- stofn með nýju kyni, sem betra sé til frálags. Selji svo kjötið og smjörið á brezka markaðinn, sem liggi svo vel við. Og til þess að koma þessu búskaparlagi á, vill hann að stjórnin setji á stofn fyrirmyndarbú, þar sem bændurnir geti séð hina nýju búskapar- aðferð með eigin augum og hvað framleiða megi með henni úr íslenzkum jarðvegi. Allar þessar tillögur álítum vér góðar og gildar, enda eru þær allar gamlir kunningjar. Pær hafa allar komið fram áður, en gaman að heilsa upp á þær aftur úr nýrri átt. Aldrei góð vísa of oft kveðin. Um að hverfa frá hinni fornu ræktunaraðferð og snúa sér að plægingum ritaði Björn sálugi Jensson sínar minnisstæðu og ágætu ritgerðir, en sætti talsverðum andmælum. Um kynbæturnar ritaði Guðjón sálugi Guðmundsson bezt og vann að þeim ótrauðlega þau fáu ár, er hans naut við. Um notkun sláttu- og rakstrarvéla hafa margir ritað, og eins um að efla nautgriparæktina og lifa aðallega á ræktuðu landi. Meðal annarra hefir ritstjóri Eimr. jafn- an haldið því fram, að það ætti að vera mark vort og mið, þótt sauðfjárrækt með mikilli útbeit geti verið arðmeiri, þegar vel gengur, og eigi betur við í sumum héruðum. Að þessu hafa líka Búnaðarfélagið, Ræktunarfélag Norður- lands og ýmsir einstakir menn unnið eigi alllítið á síðustu árum. Og þó nokkuð hefir líka á unnist, þó smátt gangi Ræktun með plægingum er byrjuð á ekki allfáum stöðum, notkun sláttuvéla líka og fleiri annarra vinnuvéla, en rakstrarvélar víst fremur fáar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.