Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1911, Síða 65

Eimreiðin - 01.05.1911, Síða 65
141 vald í landinu sjálfu, sem gæti staðið yfir öllum íslenzkum flokka- dráttum og gert öllum rétt undir höfði. Pví þó Island hafi í reyndinni nú þegar í flestum greinum fullkomnustu sjálfstjórn, er þó hið núverandi skipulag frá íslenzku sjónarmiði að ýmsu leyti gallað. Einn gallinn er sá, að ríkisvald íslendinga er takmarkað við ákveðin sérmál —- þó það sé reynd- ar megin allra mála — og getur ekki af sjálfu sér færst út eftir þörfum landsins. Önnur ósanngirni, sem núverandi skipulag hlýtur að hafa í för með sér, og íslendingar jafnan kvarta yfir, er sú, að jafnvel lög og meiriháttar stjórnarathafnir, sem eingöngu snerta ísland, þurfa að fara hina löngu leið yfir hafið, og að minsta kosti að nafninu til ganga gegnum hreinsunareld ríkisráðsins, þó það náttúrlega vanalega ekki láti slík íslenzk sérmál vitund til sín taka. Pá eru það óg tilfinnanleg óþægindi — og er til lengdar lætur líka ósanngjarnt —, að kalla þarf íslenzk ráðherraefni til konungs til Kaupmannahafnar, og alþingi því máske getur tafist frá störfum sínum um langan tíma. En einkum er það mikið tjón fyrir Island, þegar mikið kveður að flokkadráttum í landinu, að það þá vantar þann stillibrand (Regulator), sem þingbundið konungsvald, er hafið væri yfir alla flokka og sæti í landinu sjálfu, gæti orðið, ef svæs- inn flokksráðherra með altof blindri hlutdrægni gerði tilraun til að verða þar reglulegur einvaldsherra. Pennan síðastnefnda galla virðast menn nú þegar vera farnir að óttast á íslandi. I blaðinu »Pjóðólfur« (12. nóv.), sem áður hefir staðið núverandi stjórn Islands nærri, er það þannig tekið fram, að reyndar beri ráðherrann íslenzki ábyrgð á gjörðum sin- um fyrir alþingi samkvæmt lögunum frá 1903, en hann sé þó samt því sem nær einvaldur, meðan hann sé við völd og hafi traust meirihlutans á alþingi. Hann hafi við konung einn að eiga, og sé lítt eða alls ekki háður neinu eftirliti af hálfu hins danska ráðaneytis, þó hann að nafninu til eigi sæti í ríkisráðinu. Og blaðið bætir svo við: En þegar svo mikið vald er lagt í eins manns hendur, er þá ekki ástæða til að óttast, að það leiði til altof mikils gjörræðis og hlutdrægni, þegar áköf flokkabarátta á sér stað, og ráðherrann fær vald sitt frá einum einstökum stjórn- arflokki, sem hann verður við að styðjast. Blaðið stingur því upp á, að hallast að tillögu Hafsteins í stjórnarskrárfrumvarpi því, er hann lagöi fyrir alþingi 1909, um að hafa þrjá ráðherra í staðinn fyrir einn. En það er ljóst, að þó að ýmislegt fleira geti mælt 10

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.