Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 13
13
rjúka upp, væri beitt annarri aðferð við seka menn, en nú er
gert.
Sumir kunna nú að segja, að ekki geri stórt til, þó menn
hugsi dálítið svart, endrum og eins, þegar hugsanirnar komist
ekki í framkvæmd, og þess vegna geri ekki til, þó ýtt sé undir
þær hugsanir. Hvort það atriði er álitið mikilvægt eða ekki, er
auðvitað komið undir lífsskoðun hvers eins. Og ég fyrir mitt
leyti álít, að illu áhrifin á hugsanasviðinu séu ómetanleg.
Svo eru pjdnmgarnar. Allar þær kvalir, sem sá líður, er
fyrir hegningunni verður, frá því fyrst að lögin ná tökum á hon-
um, og hneppa hann í varðhald, og þangað til honum er slept
aftur úr varðhaldinu. En ekki er alt þar með búið. Pegar hann
kemur út, er hann tortrygður og ærulaus að lögum, útilokaður
frá skólum, sviftur atkvæðisrétti, og í stuttu máli: sviftur því,
sem kallað er mannréttindi. Hans eigin þjáningar verða því ald-
rei vegnar eða mældar.
En þjáningarnar koma víðar við. Pað getur hugsast, að
ærulausi maðurinn eigi t. d. börn eða þá gamla og góða móður.
Og það hygg ég, að rétt muni vera, að stærri kvöl geti ekki
rúmast í mannlegu hjarta, heldur en góð móðir finnur til við
hrösun og mannorðsmissi barns síns. Og skyldi nú vera svo
fjærrri, að geta þess til, að þó þjóðfélagið seldi alt, sem það á,
myndi það þó ekki vera fært um að borga til hitis síðasta pen-
ings allar þær þjáningar, sem það, þegar svo ber undir, veldur
einni einustu góðri móður með hegningaraðferð sinni?
Eg fyrir mitt leyti efast ekki um, að svo sé. Og víst er
það, að sé skaðinn og illu áhrifitt ómælandi, þá eru þjáningarnar
það öllu fremur.
Komið gæti nú fyrir, að einhverjum dytti í hug aö spyrja
sem svo: Hefir nú þjóðfélagið annars nokkurn rétt til að svifta
einstakling sinn æru og mannorði og jafnvel lífinu? Allir vita,
að ég sem einstaklingur hefi engan rétt til að svifta bróður minn
mannorði eða lífi; en öðlast ég þá rétt til þess, ef ég margfalda
mig með nokkrum hundruðum, og kalla mig svo þjóðfélag. Eða
er hér aldrei um neinn rétt að ræða, heldur brot á brot
ofan ?
Pjóðfélagið segir: Enginn má taka fjármuni annars manns.
Nú tek ég fjármuni annars manns, — en hver tekur þá mína
fjármuni? Og lætur sér einu sinni ekki nægja, að taka jafnmikla