Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 73
73
kverið ber með sér, ekki verið tilgangurinn, heldur það eitt, að fá
þeim, sem skoða vildu safnið sér til gamans, ábyggilegan leiðarvísi.
Engu að síður hlýtur þessi litla bók að verða þeim til beztu nota, er
skoða þurfa safnið í vísindalegum tilgangi, því hinar skrifuðu skrár
um það eru lítt fullnægjandi. í þessu kveri eru eingöngu taldir þeir
gripir, sem hafðir eru á glámbekk, en hinna, sem faldir eru sökum
rúmleysis, er að engu getið, sem ekki var von til; og flest virðist
talið, sem einhvers er um vert, af sýningargripunum, og er flestum
þeirra lýst vel, einstöku mjög vel, t. d. vefstaðnum gamla; þó saknar
maður þar myndar, þar sem hver partur hans væri merktur með sömu
stöfum og hinir einstöku partar hans sjálfs á safninu, og nöfn þeirra
hér í kverinu, og hefði það varla aukið útgáfukostnaðinn, svo nokkru
nemi.
Registrið við kverið virðist í fljótu bragði ekki vera eins nákvæmt
og þyrfti; á einni blaðsíðu (bls. 43) hefi ég t. d. fundið 3 nafnorð, sem
standa þar með breyttu letri, en ekki eru í registrinu, sem sé: bein-
töflur, gangsilfur og döggskór; í beintöflunum og döggskónum er
sennilega lítil eftirsjón, en gangsilfrið varð að vera þar, því það er eitt
það merkasta, sem safnið á. Registrið þarf að vera í góðu lagi, því
það mun vafalaust vera sá kafli bókarinnar, sem mest verður notaður.
A bls. 33 er getið um steinbolla litla, og talið líklegt, að þeir hafi
annaðhvort verið ker undir vígt vatn, eða þá, að þeir hafi verið hafð-
ir til að mæla í þeim korn, og eins sé um steina, sem getið er á bls.
45; en það hefði líka mátt geta þess, að þessi ker öll, ásamt steinin-
um nr. 1905, gætu sem bezt hafa verið skírnarskálar, eins og sjá má
af mynd í einum upphafsstaf úr handriti af kristinrétti Árna biskups,
sem prentuð er í útgáfu Gríms Thorkelins af honum (Kbh. 1777)
framan við textann. Óþarfi finst mér, eins og gjört er á bls. 50, að
geta skjaldarmerkjanna, sem Sigurður málari pentaði á pappa, því bæði
eru þau röng,1) og varla nefnandi annað en rusl. Ég vildi líka mega
benda á, að það er rangt að skrifa »byskup« 8) og »katólskur« fyrir
»biskupc og »kaþólskur«, því á grísku heitir það »sitíaxoíro;« og
»xaf)oktxó?«, en ekki »’Tcóaxorro;« og »xatoXtxó?«; en þennan ranga
rithátt notar höf. hvað eftir annað. í’essa athugasemd gjöri ég alls
ekki af því, að ég ætli að fara að kenna Matthíasi réttritun, og ekki
heldur til að gjöra mig merkilegan, sem kallað er, heldur af því, að
ég veit, að þetta er rétt, og mér óskiljanlegt, hvers vegna nokkur mað-
ur tekur upp á þeirri sérvizku, að brúka þennan ranga rithátt. Höf.
kversins hefir lagt ýms erlend fræðiheiti út á íslenzku, — slíkt er að
mínum smekk bæði óþarfi og þó meinlaust, — og finst mér honum
hafa tekist óheppilega með það flest, t. d. með þýðinguna á orðinu
»renaissance-stil«, sem hann kallar endurlífgunarstíl; það orð er ein-
staklega leiðinlegt, því leiðinlegra fyrir það, að hann leggur aðeins út
fyrri helming orðsins, en lætur seinni helminginn eiga sig; »stíl« mætti
') T. d. er skjaldarmerki Torfa hirðstj. Arasonar ekki hvítur hrútur á bláum
grunni, eins og þar er sýnt, heldur hvítabjörn á bláum grunni (sbr. Thiset: Nyt dansk
Adelsleksikon, Kbh. 1904, bls. 294). 2) Engin afsökun finst mér það, að svo
sé víða ritað í fornritum, sá ritháttur bygðist þá á hljóðfræðisreglu, sem nú er geng-
in úr gildi, og feilur vitanlega burtu með henni.