Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 32
32
dullítið efins um sumt í þessari ritgerð; á það vil ég
minnast.
fað er efalaust rétt, að hún Hallgerður á Hlíðarenda var
kölluð langbrók af því, að hún bjó sig í langa brók, að karla sið.
En aðrir kölluðu hana snúinbrók, og höf. telur liklegast, að þar sé
átt við úthverýa brók. Mér finst miklu líklegra, að átt sé við
*öfuga<, sskakka* brók (o: karlmannsbrók, sem er skökk flík á
konu), því að sú merking er líka til í orðinu snúinn (sbr. »snúa
á verra veg«, »snúa vísu«, »snúa sér í hundslíki*, »snúinn og af-
undinn* — alt lifandi íslenzka og gömul þó).
Höf. talar um ólokabar brækur. Pað orðalag þekki ég ekki.
Brækur eru eitt af tvennu: lokábar eða opnar; það eru réttu heit-
in. Og þar við er þessu að bæta: íslenzkar konur gengu al-
ment í opnum brókum fram undir lok 19. aldar, og þess eru
dæmi, ekki allfá, enn í dag. Pað voru (í sveitum) stuttbrækur
og úr vaðmáli og hétu nærskjól. fetta hefir breyzt mjög snögg-
lega, á síðasta mannsaldri, svo að nú eru kvenbrækur hér yfir-
leitt lokaðar, í sama sniði og í öðrum löndum, og oft úr útlend-
lendum vefnaði (lérefti o. s. frv.), eða þá íslenzku prjónlesi, sem
óðum færist í tízku í stað vaðmálsins. Það var víst líka alltítt
hér áður, að konur gengu nærskjólslausar, í pilsflíkunum einum;
en nú er það mjög fátítt. — Höf. nefnir ekki brækur eða hosur
barna í fornöld. En það vitum við báðir, að til skamms tíma
gengu piltstaular hér í opnum brókum öll sín fyrstu spor — á
öðru árinu og þriðja og stundum lengur, ef þeim var ekki trúað
til að »bjarga brókum sínum«. Pessi siður er ekki útdauður, en
orðinn fátíður. Pess er líka skamt að minnast, að börn fengu
engar brækur, voru höfð berlæruð fyrstu missirin 2 eða 3,
sveinarnir líka, meðan þeir gengu í »klukku«. Sá siður er víst
ævagamall, því að svo segir í Sverrissögu, að Svíar tóku fil
konungs Jón Sörkvisson, »var hann þá vetrgamall; höfðu þá
Svíar konung bróklausan* (Fornmannas. VIII, 448). — Pessi
snöggu brókaskifti kvenna og barna hér á landi á síðasta manns-
aldri eru því að kenna, langmest, að læknar hafa dæmt opnar
brækur óhollar og yfirsetukonurnar flutt þann boðskap út um all-
ar bygðir. Pær hafa drýgt margt erfiðið þjóðinni til gagns,
meira en menn vita.
í alþýðumáli hverrar þjóðar lifa ótal menjar liðinna tíma ljós-
um logum, en því hefir lítið verið sint alt til þessa, sízt hér á