Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 66
66 sem alt lá á tvístringi undir oltnum og brotnum bekkjunum, og gekk til dyranna. Margir af áhorfendunum fóru út á eftir honum og fylgdu honum eftir álengdar. — Sem nærri má geta, var lengi að komast jafnvægi á fund- inn aftur eftir annað eins rask. Menn skvöldruðu hver í kapp við annan um það, sem gerst hafði, og þó einkum um séra Kela. Prestarnir sjálfir líka. Setningarnar, sem heyrðust, komu sín úr hverri áttinni og mættust alstaðar í húsinu. — »Hann er vox populi,« sagði gleið- mynti magisterinn. — »Hann er vitlaus, karl-greyið,« gall í ein- hverjum öðrum.— »Pað var hvert orð satt, sem hann sagði.« — »Hann er dagaður uppi á vegi kirkju-framsóknarinnar og orðinn að nátttrölli — eins og svo margir fleiri.« — »Hann er einn af þeim sára-fáu nú á dögum, sem hefir kjark og hreinskilni til að segja það eitt, sem honum býr í brjósti, og segja það hispurs- lauust. Hann hefir heldur ekkert að missa, þó að einhver reiðist við hann.« — »Hann fór með öfgar og fjarstæður, sem ekkert hóf var í.« — »Já, vitaskuld. Sóttkveikjurnar eru stækkaðar og litaðar, til að sýna þær.— Öfgarnar eru oftast nær sannleikur undir stækkun- argleri.* — »Mér er nú sama, hvort hann sagði satt, eða ekki satt, og hvort hann er vitlaus, eða ekki vitlaus; það er að minsta kosti ó- svikinn andskotans skrokkur á honum enn þá« — o. s.frv., o.s. frv. Á meðan gekk séra Keli ofan eftir götunni, smábrosandi og talandi við sjálfan sig, eins og hann væri að rifja upp fyrir sér fundarræður sínar eða halda þeim áfram og endurbæta þær. Hann skeytti þeim ekkert, sem voru í humátt á eftir honum. Hann stefndi ofan á bryggjuna, til þess að fá sér far út í skipið, þar sem hálmbælið beið hans á undirþiljunum. En inni í fundarhúsinu hamaðist prófasturinn og hringdi bjöllu sinni, gljáandi í framan af svitanum, sem út um hann hafði sprott- ið, þegar angistin var afstaðin. Hann var að reyna að hasta á þetta ókyrra haf, sefa ölduganginn í kjölfari séra Kela, svo hægt væri að halda fundinum áfram. »það var um launakjör presta, sem við vorum að tala. Svo hljóðandi tillaga er komin fram: Fundurinn skorar á Alþingi, að gera alvarlegar . . .«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.