Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 69
6g
og rnargt fleira. Um erindrekamálið rita þeir báðir, hann og Pétur
Gauti, en eftir aðra sést þar harla lítið nema skýrslur, og þó sumt
af því tæginu eftir ritstjórann líka. Manni verður að spyrja: hvemig
skyldi fara um ritið, ef hans misti við ?
V. G.
STURLUNGA SAGA. III. Búið hefir til prentunar Benedikt
Sveinsson. Rvík 1913.
þetta 3. bindi af Sturlungu byrjar með sögu Þórðar kakala og
endar á frásögninni um dráp Odds Þórarinssonar í Geldingaholti 1255.
Segir þar frá mörgum stórvirkjum, t. d. Flóabargaga og Flugumýrar-
brennu o. s. frv.; og meira mundi kerlingunni hafa þótt varið í þess-
ar frásagnir en guðspjöllin, því ekki þarf yfir því að kvarta, að eng-
inn sé í þeim bardaginn.
V. G.
ALMANAK ÓLAFS ÞORGEIRSSONAR 1914. XX. ár. VVinni-
peg 1913.
Pað er nú orðið tvítugt þetta Almanak, og í tilefni af því hefir
það nú verið stækkað að miklum mun, enda verð þess hækkað að
sama skapi. Það hefir jafnan verið vel úr garði gert og haft margt
fróðlegt að færa, og svo er enn. Eru þar tvær þýddar sögur, þrír
þættir úr landnámssögu íslendinga í Vesturheimi, æfisögur nokkurra
merkra manna með myndum, helztu viðburðir og mannalát meðal
Vestur-íslendinga o. s. frv. En mest kveður þar að ritgerð um
Woodrow Wilson Bandaríkjaforseta. eftir séra Friðrik Bergmann,
þar sem rakinn er stuttlega æfiferill hans og skýrt frá kosningabaráttu
hans fyrir forsetatigninni og stjórnmálaskoðunum. Eftir að kosningun-
um var lokið, gaf einn af vinum Wilsons út bók, þar sem þrýst er
saman útdráttum úr ræðum hans í kosningaleiðangrinum, sem hraðrit-
arar höfðu ritað niður, jafnóðum og þær voru haldnar. Tilfærir séra
Friðrik allmargar glepsur úr þeirri bók, enda eru þær sannarlega þess
virði og geta átt víðar við en í Ameríku. Skulum vér rétt til smekks
tilfæra einstöku setningar sem sýnishorn:
j Framfarir! Hefir þér nokkru sinni til hugar komið, að þetta
væri nýtt orð? í mörg þúsund ár hafa menn hugsað sér alt hið
glæsilegasta að baki sér, — frægðina, framann og glæsimenskuna.
»Á þeim tíma voru risar.« Nú er þetta breytt, — gjörbreytt. Nú
eigum við stöðugt hið glæsilegasta, dýrlegasta fram undan. Hið um-
liðna og hið nálæga er ekkert í samanburði við það. Framför —
framþróun — þetta eru nútlma orð. Nú er hugmyndin sú, að hverfa
frá hinu liðna, til að seilast eftir hinu nýja og ókomna.« — — —
sÞví miður hefir sú óhæfa smeygt sér inn, að fdeinir menn fá
vald yfir stjórninni, til að afia sér allskonar hlunninda. . . . Hvers-
konar harðstjórn eigum vér nú í höggi við? Félög, sem náð hafa
haldi á löggjöf og dómsvaldi, til að auka eigin hagsmuni, en hnekkja
hagsæld fólksins. Lögunum er beitt og gangi mála vorra stýrt auðfé-
lögum í vil. Stjórnmálavélamar ganga í bandalag við tjárbrögðin.
Á þann hátt verður stjómin ekki lýðstjóm, heldur fédólgastjórn.« . . .