Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 75

Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 75
75 lýsa yfir fyrirætlun sinni og heitstrenging, þá mætast augu hans og Snæhjargar, og við það fellur honum allur ketill í eld, svo ekkert verður úr yfirlýsingunni, enda ger- ir og Ormarr fósturfaðir hans alt, sem hann getur, til að eyða þessari fyrirætlun. En þá einsetur Örlygur sér, að vinna að minsta kosti eitthvert þrekvirki, einhverja þraut, og heitstrengir að klífa upp á hæsta tindinn á Borgarfjalli, þar sem enginn hafði fyr komið, nema fuglinn fljúgandi, og sem engum menskum manni virtist fært, og bráð- ur bani vís, hverjum, sem reyndi. Til þess að reyna að draga huga Örlygs frá slík- um hugsunum, finnur Ormarr upp á því, að koma Snæbjörgu fyrir sem bústýru hjá héraðslækninum, sem var ekkjumaður, talsvert drykkfeldur og hafði orð á sér fyrir kvennsemi, og hélst því lítt á bústýrum. Gerði Ormarr þetta til að vekja afbrýðis- semi Örlygs, enda tókst það og. Samt framkvæmir hann fyrirætlun sína um að klifra upp á Borgarfjall, og kemst nokkurnveginn klakklaust frá því, af því læknirinn kem- ur honum til hjálpar, þegar hann er sem nauðulegast staddur. Svo tekur hann unn- ustuna heim með sér, og á því endar sagan. Pví verður ekki neitað, að efnið í þessum þætti er helzt til veigalítið, til þess að vera sérstök bók, og hefði því verið heppilegra, að allir þættirnir hefðu komið út í einu lagi. En lýsingarnar eru margar góðar, og er einkum lýsingin á fjallgöngu Ör- lygs ágæt, og einj> á lækninum og háttum hans. En ekki jafnast þó þessi þáttur á við »Gest eineygða«. V. G. JÓN SVEINSSON: NONNI. Erlebnissc eines jungen Islánders von ihm selbst erzahlt. Mit 12 Bildern. Zweite, unveránderte Auflage. Freiburg im Breisgau 1914. (Herdersche Verlagshandlung). Verð: Innb. 4,80. Um 1. útg. af þessari bók var getið í Eimr. XX, 150—151, og þar sem 2. útg. er óbreytt, er nóg að vísa til þess, sem þar er sagt um efni hennar. En hins má hér geta, að bókin hefir unnið sér fádæma lof, hreint og beint frægð um alt Þýzkaland, Svissland og Austurríki, og keppast frægir rithöfundar og ritdómarar þar um að hefja hana til skýjanna. Segja þeir, að hún sé sú bezta unglingabók, sem lengi hafi birzt, og fari í því efni alt saman: efnið, framsetningin, stíllinn og málið, alt sé þetta jafnágætt og aðlaðandi. Taka margir fram, að hún sýni, á hve háu stigi frásögulist íslendinga standi, svo að menn þyrsti eftir að kynnast betur íslandi og íslenzkum bókmentum. Og þó má búast við, að áhrif hennar í þá stefnu verði enn víðtækari, er stundir líða, þegar búið er að þýða hana á mörg önnur mál. Síðast, er vér höfum fregnir af haft, var búið að biðja höf. um leyfi til að þýða hana á 6 tungur: frönsku, ensku, spönsku, hollenzku, ungversku og pólsku. En bú- ast má við, að hún verði þýdd á enn fleiri mál. Nú mun 3. útg. af henni komin út á þýzku, og nú um jólaleytið 1914 kom út ný bók eftir séra Jón, sem heitir: Sonnentage, Nonni’s Jugenderlebnisse auf Island (Sólskinsdagar. Æskulíf Nonna á 1 s- landi), og verður hennar getið í næsta hefti Eimr. V. G. ISLANDICA. VII. The Story of Griselda in Iceland. Ithaca, N. Y. 1914. í þessu hefti er fyrst all-löng ritgerð (18 bls.), þar sem herra Halldór Her- mannsson skýrir frá elztu upptökum sögunnar af Gríshildi góðu og útbreiðslu henn- ar víða um lönd, en þó einkum og sérílagi á íslandi. Sýnir hann fram á, að sagan kemur þar fram í ýmsum myndum, sumpart sem æfintýri eða þjóðsaga, og sumpart sem riddarasaga, meira eða minna aukin, eða þá sem hrein og bein þýðing á hinni dönsku sögu um Gríshildi, og út af þessum sögum hafa svo verið ort kvæði og rím- ur, og eru til fleiri Gríshildarrímur. Er því næst prentað elzta kvæðið, sem menn þekkja (frá 1670) og fjórar mismunandi útgáfur af sögunni, en engar af rímunum.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.