Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 65

Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 65
65 En allir voru undarlega seinir til að taka um fæturna á séra Kela. Og áður en nokkur yrði til þess, var hann búinn að koma fótunum fyrir sig sjálfur. Og nú tókust sviftingar, sem bragð var að. Allir þokuðu sér undan, svo langt sem þeir komust fyrir bekkjunum og hver fyrir öðrum. Allir stóðu upp og teygðu sig hver upp fyrir annan, til að sjá atganginn. Prestarnir voru allir staðnir upp og prófastur- inn í forsetastólnum var stein-hættur að hringja — af ákafanum eftir því, að sjá leikslokin. En enginn gaf sig fram, til að skakka leikinn. Á meðan Pjötlu-Pétur hélt takinu, sem hann hafði náð í fyrstu, mátti ekki á milli sjá. En einhvernveginn tókst séra Kela að vinda sér við í fangi hans, og þá kendi þegar aflsmunar. Og glíman endaði með því, að séra Keli hnoðaði Pjötlu-Pétri öfugum inn fyrir grindurnar til prestanna. Hrópin og sköllin og lófaklappið ætlaði engan enda að taka. Prestarnir hlógu sjálfir alt hvað af tók. Enginn þeirra hafði átt von á því, að héraðsfundurinn í Vogabúðum yrði svona skemti- legur. Séra Keli stóð á gólfinu og lagaði á sér fötin, sem heldur en ekki höfðu færst úr lagi við stimpingarnar. Hann var sót- rauður í framan og gekk upp og niður af mæðinni. Flibbinn hans — grútvelktur strokleðursflibbi — hafði slitnað, og nú var hann samt að reyna að hneppa honum saman. Á tveim eða þrem stöðum vætlaði blóð úr flumbrum á andlitinu á honum. Pjötlu-Pétur stóð upp seint og hægt innan við grindurnar. Augun í honum voru bálhvít af ilsku, og nú »bruddi hann grjót«, svo að brakaði í tönnunum. Hann ætlaði að ráðast á séra Kela aftur, en prestarnir tóku í hann og hindruðu hann. Nú stóð hann þarna — hann, auglýsingaskrumarinn, höfðingjagikkurinn, oflátung- urinn, — mitt á meðal prestanna, hundsneyptur og yfirkominn af reiði, og sá hatrið og hæðnina og fyrirlitninguna hlæja á móti sér úr hverju auga — og vissi, að hann gat ekki hefnt sín, gat a 1 d r e i hefnt sín. Pegar séra Keli sá, að engar líkur voru til þess, að Pjötlu- Pétri yrði hleypt fram fyrir, til að fást við hann, drap hann höfði kurteislega til prestanna og mælti snögt og virðuglega: »Verið þið sælir!« Svo tíndi hann upp hattinn sinn, stafinn sínn og flöskuna sína^ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.