Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 19

Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 19
!9 þátt í gerðum þjóðfélags síns, hvort sem þær eru góðar eða slæmar. Og hvert er nú það tjóður, sem tjóðrar okkur 511 saman? Svarið er: hegningaraðferðin. Eigi því tjóðrið að losna, og við að verða frjáls, verður hegningaraðferðin að verða öll önnur, al- veg í rót niður. Að vera nokkuð að dytta að henni, er eins og farið væri að setja nýja bót á gamalt fat; eins og við toguðum í tjóðrið, svo það lengdist dálítið, í staðinn fyrir að slíta það. Og hverjar eiga þá þær stórbætur að vera? Eins og áður er sagt: Niður með líflátsdóminn; gerum rót- tækar umbætur á fangelsisvistinni og afleiðingum hennar. Eg get nú ekki betur séð, heldur en rauði þráðurinn í nú- verandi hegningaraðferð sé: hefnd■ Rauði þráðurinn í hegningar- aðferð framtíðarinnar yrði auðvitað að vera fullkomin andstæða við það hugtak, nefnilega: hjáip. Enginn annar en sá, sem reynt hefir, getur gert sér hugmynd um, hvílík kvöl það má vera, að vera lokaður inni í þessum skuggalegu skonsum, og færður í afskræmisbúning, og vita sig svo hafa þetta »flekkaða mannorð«, sem kallað er, þegar út er komið. Peim þungu hörmungum er því ekki til neins að reyna að lýsa hér. En eins og undirstaðan yrði að vera öll önnur, yrði líka fangaíbúðin og alt umhverfi hennar að vera í engu líkt því, sem nú er. Hvernig ætti þá fangaíbúðin að vera, líf fang- anna og afleiðingar fangelsisvistarinnar. Fangahúsið ætti að vera hvítmálað, fagurlega bygt hús, sem stæði hátt og með víðfeðma útsýni alt í kring. Stórt, girt svæði ætti að vera kringum alt húsið, og væru þar ræktuð tré og blóm. Herbergi fanganna ættu að vera ljósmáluð, með fallegum veggja- myndum, sólrík og björt. Engan afskræmisbúning skyldu þeir færðir í; væri hafður sérstakur búningur, yrði hann að vera snot- ur og þægilegur. Reglubundna vinnu ættu þeir að vinna, og ætti að reyna að láta hvern og einn vinna þá vinnu, er hann væri hneigðastur fyrir; og þyrfti hann þess með, ætti hann að njóta tilsagnar, svo hann gæti leyst starf sitt sem bezt af hendi. Sérstök athygli skyldi vera vakin meðal þeirra á plönturækt, og ættu þeir sjálfir að hirða garð sinn. Andans menn þjóðarinn- ar ættu að halda fyrirlestra yfir þeim, er vektu og efldu skilning þeirra og réttlætistilfinningu, og skýrðu sjón þeirra fyrir samræmi 2'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.