Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 74

Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 74
74 sem bezt þýða með snið, en bezt heiði verið að fást ekkert við slíkar þýðingar. — í’að hefði sjálfsagt komið sér vel fyrir ókunnuga, ef einni opnu í kverinu hefði verið varið undir uppdrátt af safninu (skematisk- an), þar sem sýnt væri, hvar hvert sýnispúlt stæði, og hveija leið væri hentugast að þræða um safnið; slíka mynd hefði prentsmiðjan heima sjálf getað búið út og lítið þurft að kosta. Um frágang kversins frá prentaranna hálfu er það að segja, að myndirnar eru illa prentaðar (hvítir dílar um þær allar), þegar gáð er að því, að myndamótin eru af beztu gerð; sumstaðar hafa líka sumar tölur i gripanúmerum í megin- málinu ekki komið út í hreinprentinu (t. d. bls. 44—45 og víðar), og getur það verið rétt bagalegt. Þessar athugasemdir, sem hér hafa verið gjörðar, eru, þó líta megi á þær, lítilsvirði hjá því, að hafa fengið kverið, og á Matthías mjög miklar þakkir skilið fyrir þann áhuga, sem kverið lýsir á því, að allir, sem í safnið koma, hafi sem bezt not af; en mestar þakkir á hann fyrir það, hve haganlega og fallega hann nefir komið safninu fyrir í litlum og dimmum húsakynnum, og fyrir það, hve vel hann gengur um safnið og vinnur því meira en fult verk fyrir svo nánas- arlega borgun, að varla er vansalaust. Kverið kostar eina krónu og getur það ekki verið minna; það þyrfti að koma út á ensku, auk islenzkunnar, til léttis erlendum ferða- mönnum. G. J Islenzk hringsjá. GUNNAR GUNNARSSON: DEN UNGE ÖRN. Af Borgslægtens Historie. Khöfn 1914. (2,50). Petta er fjórða bindið af »Sögu Borgarættarinnar«, og með því er öllu verk- inu lokið. Segir hér frá Örlygi unga, syni séra Ketils (eða »Gests eineygða*) og sonarsyni Örlygs gamla á Borg, sem hann hefir ekki einungis erft nafnið eftir, held- ur og talsvert af lyndiseinkunnum sínuin. í>egar séra Ketill (Gestur eineygði) dó, hafði hann látið í ljósi brennandi ósk um það, að einhver yrði til þess, að halda áfram postulastarfi sínu, afneita heimin- um og hans lystisemdum og fórna sér algerlega fyrir aðra, — fyrir snauða, þjáða og sorgmædda meðbræður sína. Og því hét Örlygur ungi því með sjálfum sér, að taka upp þessa starfsemi föður síns, og ásetti sér að lýsa því hátíðlega yfir við gröfina, er faðir hans væri jarðsunginn. En er honum jafnframt varð Ijóst, að hann yrði þá að bregða heiti sínu við ástmey sína, Snæbjörgu, þá hófst í brjósti hans á- köf barátta milli ástarinnar til hennar og skylduræktarinnar við föðurinn og hina helgu starfsemi hans. Og þegar hann svo stendur við gröfina og ætlar að fara að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.