Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 6
6
hnetti, og er krossmark Krists ofan á (INRI). En að baki kross-
ins krýpur maður og fórnar höndum í bæn til himins (sjá 5.
mynd). Kristur er því æðsta takmark allrar fullkomnunar, er
keppa ber að.
Hagleikurinn á listaverki þessu er mikill. Er vert að taka
eftir, að önnur hönd risans ásamt upprétta manninum myndar
kross og táknar um leið kross þann, er hvílir á herðum allra,
baráttuna við andstæð öfl á framsóknarbrautinni. Priðji fulltrúinn
5. f’róan B.
stendur keikréttur og er öruggari um sigur hins góða en mið-
fulltrúinn, risinn, er eigi veit, hvort hann muni um síðir geta risið
á fætur. Hnötturinn með krossmarkinu, er táknar hugsjóna-tak-
mark þriðja fulltrúans, er stjörnutákn jarðarinnar (ð )• Enn má
benda á, hversu myndirnar smáminka, eftir því sem þróunin eykst,
og hversu þær smáhækka, eftir því sem framsóknarbaráttunni mið-
ar lengra áfram.
Af listaverkum þessum má sjá, að töluvert ber á áður-
nefndum líkingum í list Einars Jónssonar. Er það m. a. máske
orsök í því, hve fáir íslendingar þekkja og skilja listaverk hans