Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 6

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 6
6 hnetti, og er krossmark Krists ofan á (INRI). En að baki kross- ins krýpur maður og fórnar höndum í bæn til himins (sjá 5. mynd). Kristur er því æðsta takmark allrar fullkomnunar, er keppa ber að. Hagleikurinn á listaverki þessu er mikill. Er vert að taka eftir, að önnur hönd risans ásamt upprétta manninum myndar kross og táknar um leið kross þann, er hvílir á herðum allra, baráttuna við andstæð öfl á framsóknarbrautinni. Priðji fulltrúinn 5. f’róan B. stendur keikréttur og er öruggari um sigur hins góða en mið- fulltrúinn, risinn, er eigi veit, hvort hann muni um síðir geta risið á fætur. Hnötturinn með krossmarkinu, er táknar hugsjóna-tak- mark þriðja fulltrúans, er stjörnutákn jarðarinnar (ð )• Enn má benda á, hversu myndirnar smáminka, eftir því sem þróunin eykst, og hversu þær smáhækka, eftir því sem framsóknarbaráttunni mið- ar lengra áfram. Af listaverkum þessum má sjá, að töluvert ber á áður- nefndum líkingum í list Einars Jónssonar. Er það m. a. máske orsök í því, hve fáir íslendingar þekkja og skilja listaverk hans

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.