Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 60

Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 60
6o »í*etta er satt!« hrópaöi séra Keli með bylmingsrödd og færðist í aukana. sÞetta er satt og meira til. Pið lesið blöðin daglega og sjáið lygarnar, sem þar standa — oft með feitasta letrinu. táð sjáið saklausa menn lagða í einelti með lygum og rógi og æruleysis níði. Pið sjáið góð fyrirtæki nídd og rægð og svívirt. Þið sjáið bækur rægðar og níddar, listaverk út ötuð af öfund og illgirni, góðan málstað fótum troðinn, góðan tilgang gerðan tortryggilegan, góðum mannsefnum sparkað úr vegi fyrir argvítugum lubbum, sem hafa það eitt sér til ágætis, að fylgja ykkur í stjórnmálunum, smala fyrir ykkur við kosningar eins og seppar. Þið sjáið fánýtum, jafnvel einskisverðum verkum hælt og hossað til skýjanna af flokksfylgi. Pið sjáið argasta hégóma og leikaraskap vaggað í lofi og dálæti, fölsku lygagliti vafið utan um margt það, sem er einskisvert og jafnvel skaðlegt. Þið sjáið þessar lygar stíga eins og eim upp af hverri síðu í blöðunum ykkar, hverri smáfrétt, hverri auglýsingu, hverri feitri fyrirsögn — rétt að segja hverri prentaðri línu, og leggja sig eins og glitr- andi móðu yfir alla hugsun á landinu, eitrandi alla æsku, spill- andi öllu sakleysi og villandi alla, bæði unga og gamla. Á alt þetta horfið þið aðgerðalausir — af því að vinir ykkar og kunningjar og flokksbræður eiga einhvern hlut að máli og — af því að þið sjálfir eruð fyrir löngu orðnir samdauna og með- sekir.« Einn af prestunum, hár maður og tígulegur, gekk fram fyrir grindurnar til séra Kela, lagði hendina með hægð á öxlina á honum og mælti góðlega: »Er nú ekki nóg komið, Keli minn? Viltu nú ekki gera það fyrir mig, að hætta og fara út, svo að við getum haldið áfram störfum okkar?« Séra Keli hratt af sér hönd hans reiðulega og svaraði með miklum rosta: »Nei, það er ekki nóg komið, og ég fer ekki héðan, fyr en ég hefi sagt það, sem mér býr í brjósti.« Presturinn stóð um stund hjá honum, eins og til að vita, hvort hann sefaðist ekki og gegndi sér. Þegar hann sá, að von- laust var um það, gekk hann aftur inn fyrir til félaga sinna og brosti kímilega. Fundarstjórinn hringdi bjöllu sinni og mælti hátt:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.