Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Side 55

Eimreiðin - 01.01.1915, Side 55
55 — Forsætisprófasturinn hafði beðið með stakri þolinmæði eftir því, að einhver bæði um orðið. í*egar honum loksins fór að leiðast, skimaði hann til allra prestanna, og fór svo að aka sér til í sætinu, eins og hann væri að búa sig til að standa á fætur. »Eg ber þá tillöguna undir atkvæði,« mælti hann. »Má ég líta á tillöguna?« spurði einn presturinn. »Já, velkomið.« Prófasturinn rétti honum tillöguna. Hann las tillöguna hægt og með mikilli athygli: »Fundurinn skorar á Alþingi — —.« Framhaldið las hann í hljóði. >Menn hafa heyrt tillöguna,« mælti fundarstjórinn. »Óskar nokkur að heyra hana aftur?« »Bíddu ofurlítið við,« mælti sá, er hélt á tillögunni. »Má ég gera breytingartillögu?« »Já, auðvitað. Hvernig er hún?« »Að á eftir »gera«, komi: »alvarlegar«.« Prófasturinn tók við tillögunni og las hana í hljóði, til þess að átta sig sem bezt á þessum fleyg, sem nú átti að reka inn í hana. Svo mælti hann hátt og skýrt: »Pað er lagt til, að tillagan verði þannig orðuð: Fundurinn skorar á Alþingi, að gera alvarlegar ráðstafanir til, að bæta launakjör presta.« Svo lét hann tillöguna síga og horfði yfir gleraugun sín framan í söfnuðinn, sem sat framan við grindurnar, eins og hann væri að spyrja að því í huganum, hvernig honum geðjaðist að tillögunni. »Jæja, ég ber þá tillöguna undir atkvæði.« »Má ég gera eina fyrirspurn ?< var sagt með óstyrkri, dálít- ið loðinni rödd frammi á bekkjunum. Pað var séra Keli. Ys af hlátri þaut um salinn. »Der har man Skandalenl* gall í gleiðmyntum magister, sem nýkominn var heim frá háskólanum í Kaupmannahöfn. Hann smjattaði fast á dönskunni. »Hver bjóst við öðru?« sagði annar. Forsætisprófasturinn var í stökustu vandræðum. Hann sá það vel, hver það var, sem bað um orðið. En hann mátti sjálfum sér um kenna. Hann hafði óbeinlínis skotið tillögunni til áheyrendanna með augnaráðinu.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.