Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 55

Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 55
55 — Forsætisprófasturinn hafði beðið með stakri þolinmæði eftir því, að einhver bæði um orðið. í*egar honum loksins fór að leiðast, skimaði hann til allra prestanna, og fór svo að aka sér til í sætinu, eins og hann væri að búa sig til að standa á fætur. »Eg ber þá tillöguna undir atkvæði,« mælti hann. »Má ég líta á tillöguna?« spurði einn presturinn. »Já, velkomið.« Prófasturinn rétti honum tillöguna. Hann las tillöguna hægt og með mikilli athygli: »Fundurinn skorar á Alþingi — —.« Framhaldið las hann í hljóði. >Menn hafa heyrt tillöguna,« mælti fundarstjórinn. »Óskar nokkur að heyra hana aftur?« »Bíddu ofurlítið við,« mælti sá, er hélt á tillögunni. »Má ég gera breytingartillögu?« »Já, auðvitað. Hvernig er hún?« »Að á eftir »gera«, komi: »alvarlegar«.« Prófasturinn tók við tillögunni og las hana í hljóði, til þess að átta sig sem bezt á þessum fleyg, sem nú átti að reka inn í hana. Svo mælti hann hátt og skýrt: »Pað er lagt til, að tillagan verði þannig orðuð: Fundurinn skorar á Alþingi, að gera alvarlegar ráðstafanir til, að bæta launakjör presta.« Svo lét hann tillöguna síga og horfði yfir gleraugun sín framan í söfnuðinn, sem sat framan við grindurnar, eins og hann væri að spyrja að því í huganum, hvernig honum geðjaðist að tillögunni. »Jæja, ég ber þá tillöguna undir atkvæði.« »Má ég gera eina fyrirspurn ?< var sagt með óstyrkri, dálít- ið loðinni rödd frammi á bekkjunum. Pað var séra Keli. Ys af hlátri þaut um salinn. »Der har man Skandalenl* gall í gleiðmyntum magister, sem nýkominn var heim frá háskólanum í Kaupmannahöfn. Hann smjattaði fast á dönskunni. »Hver bjóst við öðru?« sagði annar. Forsætisprófasturinn var í stökustu vandræðum. Hann sá það vel, hver það var, sem bað um orðið. En hann mátti sjálfum sér um kenna. Hann hafði óbeinlínis skotið tillögunni til áheyrendanna með augnaráðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.