Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 14
M
upphæö eins og ég tók, heldur margfalt meira, og æru mína
og mannorð í ofanálag? Hver gerir þaö? — Það gerir pjób-
félagii.
í’jóðfélagið skipar: Sá, sem tekur líf annars manns, skal
missa líf sitt. Nú tek ég líf annars manns, — en hver tekur þá
mitt líf? Aftur: þjóíifélagib.
Manni verður að freistast til að halda, að þjóðfélagið brjóti
hér sín eigin lög. Pví verði einhverjum siðferðislega bækluðum
einstaklingi á, að fremja einhvern glæp, þá er samskonar glæpur
framinn á honum — eða ennþá verri. Líkir þá þjóðfélagið eftir
honum? Eru þá siðferðislega vanaðir einstaklingar fyrirmynd þess
í þessum efnum ?
Mönnum gæti virzt, að svo væri.
Nú kynni einhver að segja: Veit ég vel, að hegningarað-
ferðin er óheppileg og óréttlát, en hvað eigum við þá að gera,
til að bæta úr því? Því er fljótsvarað: burt með líflátsdóminn;
gerum gagngerðar umbætur á betrunarhússvistinni og afleiðingum
hennar.
Við vitum vel, að t. d. morð er altaf afskaplegur glæpur,
og stundum stórhryllilegur; en við vitum líka jafnvel, að ekkert
hjálpar, þó morðinginn sé líflátinn, eins og gert er ráð fyrir í
lögunum. Pess vegna eiga þau ákvæði ekki að vera til. Við
vitum líka vel, að betrunarhússvistin, eins og hún er nú, hjálp-
ar' ekki heldur. Þess vegna verður að endurbæta hana frá
rótum.
Og ég get ekki séð, að nokkurt réttlæti geti verið í því, að
hneppa menn í fangelsi, sé þar ekki gert alt, sem unt er, til að
hjálpa þeim.
Ef einhver segði nú sem svo, að þeir væru nú svo fáir, sem
kæmust undir vönd hegningarlaganna, hér hjá okkur, að ekki
tæki því, að gera stórbreytingar á fangelsisvistinni, væri því að
svara, að þó ekki væri nema einn maður á ári, sem yrði fyrir
núverandi hegningaraðferð, væri breytingin samt jafn-sjálfsögð;
enda aldrei hægt að segja fyrirfram, hve margir kunna að brjóta
lög, sem hegningu varða.
Og einmitt vegna þess, að fátt er um glæpi hér, eru miklu
meiri líkur til, að unt væri að láta þá hverfa að mestu leyti, væri
vel á haldið.
Én aðrar þjóðir stórbreyta ekki fangelsum sínum, segði ein-