Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 11

Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 11
Eru nokkrar líkur fyrir því, að maðurinn sé betri, þegar hann kemur út úr varðhaldinu, heldur en hann var, þegar hann var sett- ur í það? Að telja sér trú um það, held ég að sé alveg ótvíræð hugs- unarvilla. Á öllum sviðum mannlífsins fáum við daglega reynslu fyrir því, að orðin, sem Búddha sagði fyrir meira en hálfri þriðju öld, eru sönn, þessi orð: »Hatur verður aldrei upprætt með hatri, heldur með kærleika.« Við vitum mjög vel, að ilt verður aldrei að fullu brotið a bak aftur með illu, heldur með góðu. En einmitt þeirri aðferð: »ilt á móti illu«, er fylgt fram í nú- verandi hegningaraðferð. Pess vegna mun að öllum jafnaði vera svo, að maðurinn kemur verri út úr varðhaldinu, heldur en hann var, þegar hann var inn látinn. Hann gat hafa átt í langvinnu stríði við sjálfan sig, áður en hann framdi brotið, stríði milli rétt- lætistilíinningarinnar og ástríðunnar. Og þó ástrfðan sigraði að lokum, gat verið, að einmitt á því augnabliki, sem brotið var framið, hafi maðurinn fullkomlega fundið sjálfan sig. Hann gat hafa fundið sárt til ranglætis síns, og ásett sér fastlega, að láta sig aldrei henda slíkt brot framar. Hugur hans gat því verið fullur iðrunar og yls, þegar lögin gripu hann. En miklar líkur eru til, að við hörkuna, sem hann verður fyrir, sljóvgist réttlætistilfinning hans og ylurinn botnfrjósi. Orsökin til þess, að hann drýgir svo ekki sama brotið, eða ennþá verra, þegar hann er laus látinn, er ekki næmari réttlætis- tilfinning hans, heldur þrælsótti. En í því get ég ekki séð neina bót. En kæmi það nú fyrir, að einhver maður kæmi út úr varð- haldinu með næmari réttlætistilfinningu, og betra ásetningi, held- ur en þegar hann var settur í höft, mun það í engu vera hegn- ingunni að þakka, heldur viljaorku mannsins sjálfs. Tökum þá hitt atriðið í tilgangi hegningarinnar. Hræðir hegning, sem einn einstaklingur hefir orðið fyrir, ann- an einstakling frá því að drýgja sama glæp? Miklar líkur eru til, að svo sé ekki. Maðurinn er nú einu sinni svo gerður, að hafi hann sterka tilhneiging til einhvers, er honum gjarnt til að leggja á tæpasta vaðið til framkvæmdanna. fess vegna er ekki líklegt, að maður, sem á annað borð hefir sterka tilhneigingu til glæps, láti hegninguna, sem hann á í vænd- um, ef brotið sannast á hann, aftra sér. Miklu fremur mun það
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.