Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Side 15

Eimreiðin - 01.01.1915, Side 15
i5 hver. Pað er alls ekki rétt. í Ameríku t. d. hafa á sumum fangelsum verið gerðar stórbreytingar. En þar er sá stóri ókost- ur, að líflátsdómur er enn við lýði, og honum framfylgt. En hvað varðar okkur líka um það, þó aðrar þjóðir gerðu ekki stór- ar umbætur í þessum efnum? Hvers vegna ætti ekki okkar þjóð- félag að taka upp þá aðferð, sem væri einstaklingum þess og því sjátfu um leið fyrir beztu, þó aðrar þjóðir hefðu ekki troðið braut- ir fyrir það? Hvers vegna mætti það ekki reyna að verða fyrir- mynd að mildi og hreinleik? Eg sé enga skynsamlega ástæðu fyrir því. En um þá kosti getur ekki verið að tala með þjóð- félaginu sem heild, meðan það líkir eftir hinnm siðferðislega sjuk- ustu einstaklingum sínum. Nú gæti einhver sagt sem svo: Pað er auðvitað alveg sjálf- sagt, að fara nú að >lesa upp« hegningarlögin, og dytta svo dá- lítið að þeim í stöku stað, en stórbreytingar getum við engar gert að sinni. Pær geta beðið þangað til seinna. Hvernig ættum við nú, til dæmis, að geta farið að brjótast í því, að byggja nýtt betrunarhús, og eiga svo að fara að hugsa upp frá rótum allan þann útbúnað og fyrirkomulag? Nei. Við höfum svo mikið ann- að að gera með okkar eigin hugsun og fé landsins. Við þurfum að efla sjávarútveginn og landbúnaðinn, byggja brýr og leggja vegi, styðja vísindi, bókmentir og listir o. fl. Menn gætu eins vel sagt, að við þyrftum að byggja alt húsið nema — undirstöðuna. Hún gæti beðið þangað til seinna. Víst er svo, að við þurfum allra hugsanlegra verklegra fram- fara. Pað er gott að eignast listaverk úr marmara, en það er betra að eignast listaverk úr líkama og sál. Pað er gott að hafa bækur, en það er betra að hafa líf. Verulegt, ósvikið og hreint líf; ekki hingað og þangað á blettum um þjóðfélagið, heldur í heildinni allri. En um slíkt líf getur ekki verið að ræða í þjóð- félaginu sem heild, meðan það misþyrmir þeim, sem dýpst hafa fallið, í staðinn fyrir að hjálpa þeim. Pess vegna er eitt nauðsynlegast: afnám hegningaraðferðar- innar, eins og hún er nú. Benda má á atriði, sem sýnir mjög vel óréttmæti og tilgangs- leysi hegningarlaganna. Við vitum mjög vel, að við getum drýgt brot, sem engin lög ná yfir, en sem allir vita, að geta haft ennþá verri áhrif, heldur en þau brot, sem lög ná yfir. Við vitum vel, að hver einstakl-

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.