Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 71

Eimreiðin - 01.01.1915, Blaðsíða 71
71 ÁGÚST BJARNASON: RANNSÓKN DULARFULLRA FYRIR- BRIGÐA (Sérpr. úr »Andvara« XXXVIII). Rvík 1914. Þetta er fyrirlestur, sem prófessor Agúst Bjarnason hefir flutt fyr- ir »Alþýðufræðslu Stúdentafélagsins< í Rvík, og er þar skýrt frá nýj- ustu rannsóknum útlendra vísindamanna á dularfullum fyrirbrigðum, bæði hughrifum (mental suggestion), hvort sem þau eru sjálfhrif (auto- suggestion) eða aðhrif, aðkomuhrif (heterosuggestion), fjarhrifum (tele- pathi), dáhrifum (hypnotisk suggestion), hugskeytum og víxlskeytum, fjarspyrnu (telekinesis) og fjarmótun (teleplasti) eða holdgunarfyrir- brigðum (materialisation). Öll þessi fyrirbrigði skýra andatrúarmenn svo, að þau verði fyrir áhrif anda eða látinna manna, og er sú skýring ofurhandhæg, enda hefir frá alda öðli verið notuð til skýring- ar á allskonar náttúrufyrirbrigðum, sem menn sakir vanþekkingar á hinum ýmsu náttúruöflum hafa ekkert botnað í. En nýjustu vísinda- rannsóknir sýna, að flest (og líklega öll) þessi dularfullu fyrirbrigði eru sálarlegs og líkamlegs eðlis, þó menn ekki enn þekki þau öfl fyllilega, sem eru þeirra valdandi, enda auðsætt, að enn eru til ótal öfl í nátt- úrunni, sem menn ekki þekkja. Er gaman að bera þessar rannsóknir saman við trú forfeðra okkar á hamfarir, hamskifti og fylgjur, sem stundum eru nefndar »mannahugir« í sögunum. Fyrirlesturinn er yfirleitt fróðlegur og mörg nýyrði í honum dá- góð, en aftur óprýða hann einstöku rangar orðmyndir, t. d. »jórtra með vélinda« (f. vélindi, bls. 28), »kyngihreyfingar« (f. kingihreyfing- ar, bls. 6 — »kyngihreyfingar« þýðir töfrahreyfingar) og »rár« (bls. 8, — »berolige«), sem ekki er til í íslenzku. V G. ARNE GARBORG: í HELHEIMI. Þýtt hefir Bjarni Jónsson frá Vogi. Rvík 1913. (Kr. 2,50.) Kvæðaflokkur þessi er áframhald af »Huliðsheimum«, sem birtust í íslenzkri þýðingu 1906 og getið var í »Eimreiðinni« 1907. Systirin leiðir hér telpuna, sem ort er um í þeirri bók, um ríki framliðinna. í lok »Huliðsheima« kvað systirin við hana: sÞér stendur vizku-völvan hjá, hún vill þér kenna djúpt að sjá og þér til varnar vera. En svo þú nemir lífsins lög, hún leiðir þig um Niflheimsdrög.« A þessum vísuorðum sést, í hveiju skyni skapari telpunnar, skáldið, sendir hana í þessa heljarför: til þess að sýna mannlífið í furðuleg- ustu reginmyndunum — sumum hryllilegum, öðrum dásamlega fögrum —, sem mannlegt ímyndunarafl hefir skapað: myndunum af tilveru vorri og örlögum fyrir handan djúp dauðans. Telpan kannar þá hel- heima, sem trúarbrögðin, einkum kaþólskan, hafa smíðað sér og skap- að. Heiðinna trúarhugmynda kennir hér og að nokkru, þótt þeirra gæti lítið hjá kristninni, enda er allur þessi óðbálkur gagnþrunginn af kenningum og anda hennar. Heimur framliðinna skiftist hér í tvær gagnólíkar álfur, eins og í kenningum kristinnar kirkju: ríki réttlátra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.