Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Page 24

Eimreiðin - 01.01.1915, Page 24
24 Hann ætlaði að skila því aftur strax með uppruna fyrsta vinnudags. Hann svaf ei vært þessa voðanótt, hann vildi ekki hafa gert svo ljótt. Svo hrökk ’ann upp við hávært tal: »Við handtökum bófann, sem að stal.« Peir hneptu ’ann í fjötra og færðu brott. Þeir formæltu og gerðu napurt spott að tárum og klökkva konu hans og krökkunum sögðu til andskotans. feir drógu ’ann inn í dómsins sal; þar drundi í veggjum: Stal, hann stal. Og flóknar vóru þær forsendur, sem fógetinn las þar snúðugur. Hann lýsti þá sök við lögin prett. Að lokum kvað hann: »Pví dæmist rétt: í dýflissu kaldri, dimmri skal hann dvelja í mánuð, — sá sem stal.« Og dagar að árum urðu þar, — en eftir mánuðinn frjáls hann var. Pá stungu ’ann hornaugu Péturs og Páls og pískur og glott sem örvar stáls. í öllum kymum ’ann heyrði hjal: »Sko, hér er þjófur.— Hann stal, hann stal.« í kuldanum rógsins kól hans sál, unz kviknaði í brjósti heiftar bál. — »Já, tættu nú, heimur, mannorð mitt, mér er nú sama um nagið þitt. En réttvísin finna fangbrögð skal við fant, sem myrti, og þjóf, sem stal.« — Stelandi og felandi fór ’ann um storð, flýjandi og drýgjandi blóðug morð, lemjandi og fremjandi lagabrot, ljúgandi og smjúgandi í myrkraskot.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.