Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 31

Eimreiðin - 01.01.1915, Síða 31
3i fornmanna, og gott ab eiga von á því. Pess konar fornfræbi eru öllum til ánægju og miklu meiri mentafengur, en annálar og ár- bækur. »Gullöld íslendinga« (eftir Jón sagnfræðing) er ágætt al- þýburit um menningu og lifnaðarhætti íslendinga. Sú bók er stutt »ágrip«, en ber þó ljósan vott um það, að fæst er enn kannað til hlítar, fátt upplýst til fulls, flest enn í óvissu um hversdagslíf forfeðra vorra. Nú hefir dr. Valtýr fengist manna mest við þau fræði, og margt um þau ritað á öðrum málum — auk sinnar víðfrægu lýsingar á húsakynnum fornmanna; en ís- lenzk alþýða hefir lítils notið af því. Pað tel ég illa farið og að- finsluvert. Pað er að vísu mikill vandi og fárra meðfæri að setja saman fræðirit, svo að þau séu fengur fyrir vísindamenn, og þó fyllilega við alþýðuhæfi. En það eru beztu bækurnar, sem svo eru gerðar. Við eigum fremur fátt af slíku, þess konar rithöf- undum og þess konar bókum; eigum miklu meira af fræðibók- um, sem eru cetlabar alþýðu, en koma að litlum eða engum not- um, eru »þungar« og »leiðinlegar« — eru lokaðar bækur, óhæfar alþýðu, eins og lokaðar brækur konunum í fornöld. Merkin sýna verkin. Tölvisi Björns heitins Gunnlaugssonar var og er dæmalaust fróðleg bók — og dæmalaus heimska að gefa hana út; þar er ein lokaða bókin. En rit Porvaldar Thoroddsens, þau (íslenzku) eru þjóbkunn; þau les öll þjóðin, allir mentavinir, jafnt alþýðumenn sem aðrir; þau eru beztu bækur, öllum til gagns og ánægju, jafnt lærðum sem ólærðum. Eg veit hvað ég segi, og segi satt. Og nú verður því ekki neitað, að dr. Valtý er látiið léð, þetta lán, að geta samið fræðirit í réttu vísinda- sniði og þó við hæfi allrar alþýðu manna; það má hann eiga. En þess vegna má líka með fullum rétti ávíta hann fyrir það, að hann hefir legið á liði sínu, vanrækt að færa fornfræði sín í ís- lenzkan alþýðubúning — »opnar bækur«, til gagns og ánægju fyrir alla íslendinga. Pessi ágæta ritgerð ber ljósan vott um getu hans, og það annað, að hann hefir legið á getu sinni. Og það vona ég hann játi með því, að taka þessi ummæli mín í Eimreiðina — og bæti síðan úr skák. Við læknarnir vitum manna bezt, hvernig fólk gengur til fara, og hugsum manna mest um það, hvað hentast sé og hollast í klæðaburði fyrir heilsu manna. Pess vegna er mér kærkominn allur fróðleikur um búning íslendinga að fornu og nýju, og hefi sjálfur veitt ýmsu effirtekt. Og ég er

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.